Hver segir að Victoria Beckham hafi ekki kímnigáfu?

Notaleg feðgastund í fríi á Bali. Romeo og David Beckham.
Notaleg feðgastund í fríi á Bali. Romeo og David Beckham. Ljósmynd/skjáskot

Beckham fjölskyldan fallega er með frægari fjölskyldum í heimi og fréttnæmt þegar þau birta myndir úr hversdagslífi sínu, sem er þó ansi oft líkt hversdagslífum okkar hinna, nema bara meiri glamúr.

Fyrrum kryddpían Viktoria póstaði nýlega skemmtilegu myndbandi af dóttur sinni á matreiðslunámskeið á Bali þar sem fjölskyldan hefur notið sumarfrís saman.

Á myndbandinu spyr Harper sjö ára dóttur sína hvað hún er að elda. „Ég er að búa til .. " segir Harper hikandi, þar sem hún marinerar rækjur, og veit ekki alveg hvernig hún á að ljúka setningunni enda ekki einfaldur réttur. Kokkurinn grípur inn í samtalið, „balíska fiskikæfu með rækjum, frábært á grillið.“

Hver segir að Victoria hafi ekki kímnigáfu? 

Á myndbandinu má sjá að það er greinilega gaman hjá þeim mæðgum. Hello Magazine nefnir það sérstaklega að Victoria kunni að grínast, og spyr: "Hver segir að Victoria hafi ekki kímnigáfu? E.t.v. vegna þess að hún virðist almennt ekki vera mjög kát á þeim myndum sem teknar eru af henni. Með myndbandinu sagði hún: "Matreiðslukennsla á Bali. Harper elskar að elda! Hún hefur það frá mér!!" En Victoria hefur sagt áður að hún sé vonlaus kokkur


Fjölskyldan fræga kom til Bali í síðust viku og hafa deilt nokkrum skemmtilegum myndum úr fríinu á samfélagsmiðlum. Fríið byrjaði með látum þegar yfir eyjuna reið jarðskjálfti sem var 7 á Richter skalanum en Beckham fjölskyldan var í um 90 km fjarlægð.

Þó svo að fjölskyldan geri eitt og annað eins og aðrar fjölskyldur þá gerir hún hlutina oft með öðrum hætti enda eru fjármálin ekki þvælast fyrir þeim  hjónum. Ferðin til Bali er þriðja sumarfrísferð þeirra en þau eru búin að heimsækja Svartfjallaland og Los Angeles en þar eyddu þau gæðastundum með Gordon and Tönu Ramsay og börnum þeirra.

Hér má sjá mynd sem Romeo Beckham póstaði á Instagram ásamt pabba gamla með myndatextanum: „Bara slaka á í lauginni"

romeo and david hanging in the pool 💙 @romeobeckham #brooklynbeckham #romeobeckham #davidbeckham #victoriabeckham #cruzbeckham #harperseven #harperbeckham #beckham #lfl #fff #sfs

A post shared by romeo beckham fanpage!! Xx (@romeobeckham70) on Aug 8, 2018 at 5:36pm PDT

Victoria Beckeham ásamt dótturinni Harper á sjö ára afmælisdegi heimasætunnar í júlí sl.  Yngsti sonurinn Cruz fékk að fylgja með á myndinni. 

Happy Birthday baby girl x We love u so so much x so many kisses!!! X Mummy,Daddy,Brooklyn, Romeo and Cruzie x

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on Jul 10, 2018 at 1:36am PDT

mbl.is