Orkudrykkir eru ekki heilsudrykkir fyrir ungmenni

„Fólk er beinlínis hvatt til þess að neyta orkudrykkja samhliða ...
„Fólk er beinlínis hvatt til þess að neyta orkudrykkja samhliða íþróttaiðkun og heilsusamlegu líferni," segir Agnes Þóra Árnadóttir. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Orkudrykkir hafa fengið fullmikið pláss í lífum margra ungmenna og stálpaðra barna að mati næringarfræðinga. Þeir eru auglýstir af kappi og hafa á sér ímynd heilsu og hreystis og finnst mörgum unglingnum eins og þeir séu nánast að drekka heilsudrykk.

Neysla koffíndrykkja hefur farið vaxandi á síðustu árum  og borið hefur á miklum vinsældum drykkjanna meðal unglinga og þeir sagðir gefa orku, kraft og einbeitingu.

Ýmsar samfélagsmiðlastjörnur og aðrar fyrirmyndir ungmenna flagga þessum drykkjum en staðreyndin er að óhófleg neysla orkudrykkja getur haft alvarleg áhrif á fólk almennt, ekki síst létt ungmenni. 

Agnes Þóra Árnadóttir næringarfræðingur og fyrrum handboltastjarna hjá Gróttu, var nýlega í viðtali hjá Gróttuvefnum vegna sérþekkingar hennar á orku- og koffíndrykkjum.

Agnes Þóra Árnadóttir næringarfræðingur bendir á að orkudrykkir séu síður ...
Agnes Þóra Árnadóttir næringarfræðingur bendir á að orkudrykkir séu síður en svo heilsudrykkir og varar við ofneyslu þeirra meðal ungmenna. Ljósmynd/Aðsend


 „ segir Agnes í viðtali við Gróttuvefinn.

Ungmenni átta sig ekki endilega á skaðsemi drykkjanna

„Þrátt fyrir að ýmsar „samfélagsmiðlastjörnur“ flaggi neyslu þessara drykkja þýðir það ekki að árangur þeirra megi tengja beint við neyslu drykkjanna. Margir sem neyta koffíndrykkja trúa því að þeir hafi bætandi áhrif á íþróttaiðkun og heilsu og átta sig oft ekki á mögulegri skaðsemi drykkjanna – sérstaklega fyrir börn, unglinga og ungmenni. Í þessum drykkjum er mikið magn af koffíni (koffín, gúrana, grænt-te) og eftir því sem einstaklingurinn er léttari því meira koffín fær hann á kílógramm úr hverjum drykk. Þar af leiðandi eru þessir drykkir sérstaklega varasamir fyrir léttari einstaklinga,“ segir Agnes ennfremur:

Hún bendir á að nokkur hugsanleg áhrif af orkudrykkjum:

  • Aukin kvíði
  • Hegðunarbreytingar
  • Erfiðleikar með svefn
  • Ofþjálfun
  • Skjálfti
  • Pirringur
  • Ógleði
  • Aukin hjartsláttur
  • Hækkaður blóðþrýstingur
  • Meltingatruflanir

Agnes segir það ekki gott að  venja líkamann á orkudrykki. „Ef að þú ert rosalega þreytt/þreyttur, reyndu þá frekar að passa uppá svefninn og ef þú ert orkulaus passaðu þá frekar uppá mataræðið. Svefn er lykilatriði til þess að vera besta útgáfan af sjálfum þér. Banani eða glas af appelsínudjús (auðmelt kolvetni) eru mun betri kostur fyrir æfingu ef að þú ert orkulaus.“

Hér má sjá viðtalið í heild sinni á Gróttuvefnum.

mbl.is