Stelpur sinna heimilisverkum í meira mæli en strákar

Ný­leg rann­sókn sýn­ir til að mynda að dreng­ir á aldr­in­um …
Ný­leg rann­sókn sýn­ir til að mynda að dreng­ir á aldr­in­um 15-19 ára sinna heim­il­is­verk­um í hálf­tíma á dag en stúlk­ur að meðaltali í um 45 mín­út­ur. Þó svo að stúlk­ur eyði minni tíma í heim­il­is­störf en þær gerðu fyr­ir ára­tug hef­ur sá tími sem dreng­ir eyða í störf­in staðið í stað. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Í nýlegri grein á NY Times kemur fram það sem e.t.v. marga hefur grunað en rannsóknir staðfesta að stelpur sinna stærri hluta heimilisstarfa en strákar.

Dæturnar fá að auki minni vasapening sem gæti bent til þess að ójafnrétti kynjanna byrji strax í uppvextinum. En þó eru merki um að bilið sé að minnka.

Það hefur löngum verið talin ein af staðreyndum samfélaga um víða veröld að konur fá minna greitt fyrir sína vinnu en karlar og sinna um leið stærri hluta heimilisstarfa. Þetta mynstur byrjar strax í æsku.

Til að ná auknu jafnrétti þarf að undirbúa stúlkur fyrir …
Til að ná auknu jafnrétti þarf að undirbúa stúlkur fyrir að fá oftar greitt fyrir sína vinnu en ekki síður að drengir fá stundum ekki greitt fyrir sína vinnu að mati rannsakenda. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Þó svo það séu fáein merki þess að bilið sé að minnka sýna gögn úr ólíkum áttum að stúlkur eyða meiri tíma í heimilisstörf en drengir. Þær fá einnig minna borgað fyrir sína vinnu inni á heimilunum. Nýleg rannsókn sýnir til að mynda að drengir á aldrinum 15-19 ára sinna heimilisverkum í hálftíma á dag en stúlkur að meðaltali í um 45 mínútur. Þó svo að stúlkur eyði minni tíma í heimilisstörf en þær gerðu fyrir áratug hefur sá tími sem drengir eyða í störfin staðið í stað.

Ein helsta ástæða þess að konur fá lægri laun á vinnumarkaði er sú að þær bera meiri ábyrgð á heimilishaldinu. Þar af leiðandi eiga þær minni möguleika á frama á vinnumarkaði. Til að ná auknu jafnrétti þarf að undirbúa stúlkur fyrir að fá oftar greitt fyrir sína vinnu en ekki síður að drengir fá stundum ekki greitt fyrir sína vinnu að mati rannsakenda.

„Börn læra mest um heimilisstörfin með því að taka þátt í þeim frá unga aldri,“ segir Sandra Hofferth, félagsfræðingur við Háskólann í Maryland, en hún tók þátt í einni af þeim rannsóknum sem greinarhöfundur NY Times vitnar í. Rannsókn hennar byggir á gögnum í bandarískum tímanotkunarkönnunum (e. American Time Use Survey) frá 2003 – 2014 og þýðið samanstóð af nemendum á miðskólastigi á aldrinum 15 til 19 ára. Heimilisstörf innifólu skv. forsendum rannsóknarinnar eldamennsku, þrif, umsjón með heimilisdýri, garðvinnu og ýmiss konar viðhald á heimili.

Mikil félagsmótun í tengslum við heimilisstörf á sér stað strax …
Mikil félagsmótun í tengslum við heimilisstörf á sér stað strax í æsku. En þessum mæðgum virðist þó ekki leiðast heimilisstörfin. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Börn háskólamenntaðra eyddu minni tíma í heimilisstörf

Fram komu mismundandi niðurstöður eftir menntun foreldranna. Börn háskólamenntaðra foreldra eyddu minni tíma í heimilisstörf yfir höfuð en munurinn kom mest fram meðal stúlknanna. Dætur háskólamenntaðra eyddu 25% minni tíma í heimilisstörf en dætur þeirra sem eingöngu höfðu lokið miðskóla eða minna. En þær eyddu þó 11% meiri tíma en synir háskólamenntaðra. Hofferth segir að svo virðist sem háskólamenntaðir foreldrar hafi breytt væntingum sínum fyrir dætur sínar, en ekki fyrir synina.

Samkvæmt gögnum meðal 10.000 bandarískra fjölskyldna sem nota sérstakt smáforrit fyrir heimilisstörf barnanna „BusyKid“ fá drengir helmingi meira greitt fyrir að sinna störfum inni á heimilinu en stúlkur, að meðaltali 13,80 dali á viku en stúlkurnar fengu 6,71 cent.

Drengir líklegir til að fá greitt fyrir að bursta tennurnar

Drengir eru að auki líklegri til að fá greitt fyrir að sinna almennu hreinlæti, s.s. að bursta tennurnar og fara í sturtu skv. niðurstöðum þeirra fjölskyldna sem nota smáforritið. Stúlkur eru líklegri til að fá greitt fyrir þrif.

Sennilega er það ekki íslenskur raunveruleiki að drengir fái greitt …
Sennilega er það ekki íslenskur raunveruleiki að drengir fái greitt fyrir að bursta tennur sínar en það er þó þekkt í Bandaríkjunum skv. gögnum þeirra sem nota BusyKid-appið. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Kynjabilið á milli barna í heimilisstörfum á við um veröld alla. Nýleg rannsókn meðal 12 ára drengja í 16 löndum sem standa ólíkt að vígi efnahagslega, án þátttöku Bandaríkjanna, sýndi einnig fram á að stúlkur eyði meiri tíma í heimilisstörf en drengir.

Verkefni kynjanna eru ólík eftir því hvort þau eru innan- eða utandyra. Konur hafa tilhneigingu til að gera meira innandyra, eins og að elda, þrífa og þvo þvotta, en karlar sinna útiverkum í meira mæli, s.s. að slá grasið og fara út með ruslið. Rannsóknir sýna að sama mynstur tekur sig upp hjá börnunum þegar þau hafa aldur til að fara að sinna heimilisstörfum.

Þessar niðurstöður koma heim og saman við íslenskar niðurstöður rannsóknar Þóru Krist­ínar Þórsdóttur en þær benda til sambærilegra niðurstaðna þegar vinnuframlag gagnkynhneigðra para eða hjóna eru borin saman. Konur sinna heimilisstörfum í meira mæli en karlar en þeir sinna viðhaldi á heimilinu sem tekur heilt yfir töluvert minni tíma. 

­Heimilisstörfin eru í rauninni æfing fyrir fullorðinsárin, þannig að vandanum er velt áfram frá einni kynslóð til næstu,“ segir Christia Spears Brown, sálfræðiprófessor við Háskólann í Kentucky. Hún bendir þó á að kynjabilið sé mögulega að minnka meðal barna inni á heimilunum. Til dæmis hugsi drengir jafnmikið um yngri systkini sín og eldri ættingja eins og stúlkur. Rannsakendur segja að þetta geti haft jákvæð áhrif á kynslóðir framtíðarinnar í átt að meira jafnrétti almennt á heimilunum.

Grein þessi er þýdd og endursögð úr grein af vef NY Times.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert