Sundlaugarpartí svartbjarna í New Jersey

Þessi glaða svartbjarnafjölskylda datt heldur betur í lukkupottinn í sumarhitunum ...
Þessi glaða svartbjarnafjölskylda datt heldur betur í lukkupottinn í sumarhitunum í New Jersey nýlega! Ljósmynd/skjáskot

Fjölskyldan á mbl.is fjallar yfirleitt um málefni fjölskyldna fólks en fjölskyldur ýmissa dýrategunda eru að ekki síður áhugaverðar.

Þessi ofurkrúttlega svartbjarnafjölskylda datt heldur betur í „lukkupottinn“ í orðsins fyllstu merkingu sumarhitum New Jersey nýlega þegar hún fann litla leiklaug í garði annarrar fjölskyldu. Þarna fór svartbjarnarbirna með húnana sína fimm, sem skemmtu sér konunglega í lauginni og öllu sunddótinu sem henni fylgir.

Sundlaugarpartíið virðist býsna villt þar sem bangsarnir litlu virðast ofurspenntir að stinga sér í vatnið og kæla sig í sumarhitanum.

Heyra má á myndbandsupptökunni hér neðar að eiginkona Til Basso (hvers nafns er ekki getið í heimild) er spennt yfir heimsókn bjarnanna í bakgarðinum svo hún flýtti sér að ná í símann svo hún gæti tekið sundlaugarpartíið upp.

Heyra má hana segja „Það er stuð í garðinum okkar“ við dóttur sína Sophie, en sú stutta var ekki eins spennt þegar hún sá að bangsarnir bitu í sundlaugardótið.

„Ætlum við að kaupa nýja laug?“ spyr hún móður sína sem svarar því til að það muni ekki gerast fyrr en á næsta ári og Sophie litla bregst við með gráti.

„Hey bangsi, láttu dótið mitt vera,“ heyrist í Sophie í lok myndbandsins en þeir voru greinilega allt of uppteknir við að skemmta sér í lauginni.  
mbl.is