Hægt er að draga úr fæðingarótta

Fæðingarótti einkennist af hræðslu við sársauka í fæðingu, ótta við …
Fæðingarótti einkennist af hræðslu við sársauka í fæðingu, ótta við að geta ekki fætt barn og ótta við foreldrahlutverkið. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Fæðingarótti einkennist af hræðslu við sársauka í fæðingu, ótta við að geta ekki fætt barn og ótta við foreldrahlutverkið en rannsóknir sýna að um Um 4-15% kvenna eru með mikinn fæðingarótta, samkvæmt rannsókn sem gerð var í fimm löndum auk Íslands: Önnur rannsókn bendir til að hlutfallið sé á bilinu 2,4-20,8%.

Orsökin getur legið í erfiðri fyrri reynslu

Á heilsuvefnum Heilsan okkar kemur fram að orsök fæðingarótta geti verið slæm fyrri reynsla í fæðingu en konur sem eru með undirliggjandi kvíða eða þunglyndi séu líklegri til að finna fyrir fæðingarótta. Þær konur sem ekki hafa áður átt barn eru þó langlíklegastar til að vera hræddar við barneignarferlið.

Þannig getur fæðingarótti haft áhrif á ákvarðanir sem konur taka á meðgöngu og í fæðingu, sérstaklega á ákvörðun þeirra um hvernig barn þeirra kemur í heiminn. Konur með fæðingarótta eru t.d. líklegri til að fæða barn sitt með keisaraskurði, einnig eru þær líklegri til að velja mænudeyfingu og gangsetningu fæðingar. Þær geta mögulega verið lengur að fæða barn sitt.

Aukin vitundarvakning hefur orðið að undanförnu um mikilvægi þess að …
Aukin vitundarvakning hefur orðið að undanförnu um mikilvægi þess að styðja við andlega heilsu á meðgöngu og konur sem finna fyrir ótta eru hvattar til að ræða við ljósmóður. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Samkvæmt ofangreindri rannsókn mældist fæðingarótti mismikill milli landa, en 7-9% íslenskra kvenna eru með mikinn fæðingarótta. „Minnstur var fæðingarótti meðal kvenna sem voru að eignast sitt fyrsta barn í Belgíu og mestur í Eistlandi. Íslenskar konur sem höfðu áður eignast barn mældust með lægstan fæðingarótta,“ segir á heilsuvefnum Heilsan okkar.

Aukin vitundarvakning hefur orðið að undanförnu um mikilvægi þess að styðja við andlega heilsu á meðgöngu og konur sem finna fyrir ótta eru hvattar til að ræða við ljósmóður.

Í bókinni Gleðileg fæðing sem út kom fyrr á árinu er fjallað um mikilvægi þess að barnshafandi konur búi til fæðingaráætlun og bent á að því upplýstari sem konur eru og betur undirbúnar, því líklegra er að þeim finnist þær hafa sjálfar stjórn á aðstæðum.

Heimild: Heilsan okkar og Skemman.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert