Hver á að ala upp barnið mitt?

Á leið til dagmömmu í fyrsta sinn. Stór dagur í ...
Á leið til dagmömmu í fyrsta sinn. Stór dagur í lífi Styrmis Arnar þegar hann hættir að vera alfarið í umsjá foreldra sinna og ýmsar stofnanir samfélagsins taka við honum. Ljósmynd/Aðsend

Þegar fæðingarorlofi sleppir tekur vistun fyrir börn við, oftast hjá dagmömmu fyrst en svo taka leikskólarnir yfirleitt við. Þetta er almenna reglan í samfélaginu svo að foreldrarnir geti aflað tekna. Svandís Sif Björndsdóttir er lífstílsbloggari á Glam.is og hún skrifaði vangaveltur um þessa stöðu nýlega og birti á vefnum.

Ég vona að ég þurfi ekki að hugsa til þess í framtíðinni að stofnanir hafi alið barnið mitt upp, segir Svandís Sif. „Nú er Styrmir Örn sonur minn kominn á leikskólaaldur og höfum við foreldrar hans þurft að velta ýmsu fyrir okkur. Meðal annars hverjir það eru sem eiga að sjá um að ala hann upp.“

Nýju hlutverki fylgir mikil ábyrgð

Hún segir að það að fá barn í hendurnar getur breytt hugsunarhætti fólks verulega. Það fylgir þessu hlutverki svo gríðarlega mikil ábyrgð. Hún spyr sig hver eigi að taka taka þessa ábyrgð á sig?

„Við lifum í samfélagi þar sem telst eðlilegt að senda börnin okkar inn á einhvers konar stofnun svo við getum „haldið lífi okkar áfram“. Við erum því miður ekki svo heppin að fá greitt fyrir það að eignast og ala upp börnin okkar sjálf svo einhvers staðar þurfum við að sækja pening. Eftir að hafa verið au pair fékk maður að kynnast og heyra af fjölskyldum sem voru í burtu stóran hluta dags og sáu stofnanir á borð við leik- og grunnskóla mestmegnis um að ala börn þeirra upp. Ásamt auðvitað barnahjálpinni.“

Flest börn byrja hjá dagmömmu, fara því næst í leikskóla, ...
Flest börn byrja hjá dagmömmu, fara því næst í leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þannig má segja að menntastofnanir samfélagsins sinni uppeldi íslenskra barna að miklu leyti. mbl.is/Ómar Óskarsson


Svandís segir að hún telji það vera á eigin ábyrgð að sjá til þess að sonur hennar verði rétt upp alinn og fái sem besta leiðsögn í lífinu. Hvað þá fyrstu árin hans. „Hann var að byrja hjá dagmömmu, á 14 mánaða afmælisdegi hans. Mig þykir það vera ágætt fyrsta stökk inn í þetta „skóla“kerfi okkar. Ég ætla að reyna mitt besta að eyða sem mestum tíma með honum sjálf, þegar ég þarf ekki að læra eða vinna og vona að í framtíðinni verði gert meira fyrir námsmenn sem eru í barneignum. Eða jafnvel að þetta kerfi okkar verði endurhugsað og að foreldrar fái betri tækifæri til þess að verja fleiri stundum með börnum sínum.“

Hún segist gera sér grein fyrir því að margir foreldrar hafi ekki annað val en að hafa börnin sín í daggæslu allan daginn en að hún voni að næstu kynslóð gefist valkostur þegar þau fara að ala upp börnin sín. Að foreldrar sem kjósa að eyða meiri tíma með börnunum heima hafi möguleika til þess án þess að tekjur þeirra skerðist of mikið.

Færsla Svandísar Sifjar á Glam.is

mbl.is