Angelina hvetur börnin sín til að borða tarantúlur

Ljósmynd/skjáskot

Það er ekki líklegt að Íslendingar muni byrja að leggja sér hrossaflugur, ánamaðka og köngulær til munns í náinni framtíð en það gæti breyst. Á það hefur verið bent að pöddur gætu orðið stór hluti af fæðu mannkyns í framtíðinni og reyndar eru þau nú þegar snædd og vinsælir réttir viða í heiminum. 

Ljósmynd/skjáskot

Bandaríska leikkonan Angelina Jolie er þekkt fyrir að fara óhefðbundnar leiðir í uppeldi barna sinna en hún hefur hvatt þau til að borða pöddur enda eru þau uppspretta margs konar mikilvægrar næringar fyrir líkamann til dæmis próteins. Einnig er talið er að sumar pöddur, til dæmis krybbur og engisprettur, séu betri uppspretta járns en nautakjöt.

Ljósmynd/skjáskot

Hér neðar má sjá myndskeið frá BBC af leikkonunni og tvíburunum hennar Knox og Vivienne, sem nú eru níu ára, í Kambódíu þar sem þau gæða sér á köngulóm, m.a. tarantúlum og krybbum. Jolie er tíður gestur í Kambódíu en hún ættleiddi elsta son sinn Maddox þaðan.

Á myndbandinu sést hvernig hún kennir tvíburunum að borða könguló. „Sjáið hvar tennurnar eru? Slítið vígtennurnar frá,“ segir hún við börnin áður en þau leggja sér köngulærnar til munns.

Ljósmynd/skjáskot

Jolie segir að hún hafi fyrst snætt pöddur þegar hún heimsótti Kambódíu í fyrsta sinn.

„Það er best að byrja á krybbum [skordýr skyld engissprettum, innskot blm.]. Krybbur og bjór fyrst og svo vinnur maður sig upp í tarantúlur og bætir við að hún gæti borðað fullan poka af krybbum rétt eins og kartöfluflögur. 

 

  Heimild: BBC.com

mbl.is