Bruce Willis og Demi Moore fögnuðu þrítugsafmæli Rumer

Demi Moore og Bruce Willis ásamt dætrum sínum þremur en ...
Demi Moore og Bruce Willis ásamt dætrum sínum þremur en fjölskyldan kom saman í tilefni af þrítugsafmæli elstu dótturinnar Rumer sem stendur við hlið föður síns. Ljósmynd/skjáskot

Þegar börnin eiga afmæli spyrja foreldrar sig gjarna hvert tíminn hafi flogið. Eflaust var það svo í tilfelli Demi Moore og Bruce Willis sem hittust til að fagna afmæli elstu dóttur sinnar Rumer á fimmtudaginn fyrir rúmri viku. Myndir úr veislugleðinni hafa birst víða í fjöl- og samfélagsmiðlum. 

Systurnar Scout og Tallulah hafa birt myndir úr veislunni bæði á Snapchat og Instagram og lýst því hversu mjög þær elska stóru systur og hversu mikilvæg hún sé þeim.

„Ó stóra systir! Þú ert besti vinur minn. Þú ert skrýtin inn að beini en alveg að rifna úr ást og samkennd. Þú ert svo sterk og verður betri manneskja með hverjum deginum sem líður,“ skrifað Scout Willis.“

Moore og Willis hafa ekki tjáð sig sérstaklega um afmælið en Moore sagði nýlega í þættinum Comedy Central Special að dæturnar væru einstaklega vel heppnaðar í ljósi þess að þær væru að hálfu leyti Bruce Willis og bætti við að af hann væri algerlega einn af þremur uppáhaldseiginmönnum sínum en hún hefur verið gift þrisvar.   

Thanks for making me. 👶🏼

A post shared by Rumer Willis (@rumerwillis) on Aug 18, 2018 at 10:19am PDT


Scout LaRue Willis birti einnig mynd á Instagram með systrunum ásamt föður sínum þar áhorfendur fá smá innsýn í kímnigáfu fjölskyldunnar. En hún beygir sig niður á myndinni fyrir framan pabba og systur sínar og segir að Willis hafi sagt: „Flýttu þér, ég þarf að prumpa.“

Just before we took this photo my dad said, “hurry up, I have to fart”

A post shared by Scout laRue Willis (@scoutlaruewillis) on Aug 15, 2018 at 9:17pm PDT


Heimild: Eonline.com
mbl.is