Blendingsstúlkan Denny var uppi fyrir 90 þúsund árum

Fjölskyldan á mbl.is hefur því miður hvorki tök á að ...
Fjölskyldan á mbl.is hefur því miður hvorki tök á að birta mynd af Denny í lifanda lífi né foreldrum hennar en hér má líta hugmynd myndabanka af ungri konu af fornsögulegum uppruna. Ljósmynd/Thinkstock

Fjölskyldur eru af ýmsum toga eins og Fjölskyldan á mbl.is hefur ítrekað bent á. Ein óvenjuleg og töluvert forn fjölskylda uppgötvaðist nýlega en síðastliðin miðvikdag greindu vísindamenn frá því að fornsöguleg unglingsstúlka fannst sem átti móður af tegund Neanderdalsmanna en faðirinn var af denisóvskum uppruna.

Þetta er í fyrsta sinn sem sem leifar af afkvæmi þessara tveggja ólíku mannategunda hefur fundist. Hópur vísindamanna sagði að 90.000 ára gamlar beinaleifar í Síberu sýni merki um þessa kynblöndun. Vísindamennirnir gáfu afurð ástar þessara tveggja manntegunda nafnið Denny eftir denisóvskum föður hennar. Þeir segja jafnframt að gen móður hennar líkist genum Neanderdalsmanna frá Evrópu frá þessum tíma sem gefa þjóðflutninga þeirra austur á bóginn til kynna.

„Það er ótrúlega heillandi að hafa fundið sönnun um slíka blöndun,“ sagði Svante Paabo, erfðafræðingur við Max Planck-stofnuna fyrir þróunarmannfræði í Leipzig í Þýskalandi, en hann er einn af þeim sem leiða rannsóknina.

Í hellinum þar sem beinin fundust, í Altai-fjöllunum nálægt landamærum Mongólíu, fundust einnig steingerðar leifar bæði Neanderdalsmanna og Denisinova. Fornleifafundur afkvæmis beggja tegunda er mikil heppni að mati vísindamannanna. Aðeins hafa fundist 24 leifar með erfðamengi fólks af ólíkum manntegundum sem eru eldri en 40.000 ára sem þýðir að líkurnar á að finna tegund sem blendingur tveggja tegunda voru afar litlar.

Denisinovar eru taldir hafa lifað af veiðum stórra veiðidýra.
Denisinovar eru taldir hafa lifað af veiðum stórra veiðidýra. Ljósmynd/Thinkstock

Vitað hefur verið um tilvist Neanderdalsmanna um langa hríð en Denisinovar eru sveipaðir meiri dulúð. Samkvæmt frétt Rúv frá 2010 fannst áður óþekkt tegund manna sem lifði í Suður-Síberíu fyrir um 40 þúsund árum eftir að fornleifafræðingar sem rannsakað höfðu mannvistarleifar í Denisova-hellinum í Síberíu segja að bein konu sem þar hafi fundist séu úr áður óþekkri tegund manna. Denisinovar hafi verið töluvert frábrugðnir Neanderdalsmönnum, Homo erectus-manninum og nútímamönnum. Talið er að þeir hafi lifað af veiðum stórra veiðidýra.

Báðar tegundir fólks eru taldar hafa horfið af yfirborði jarðar fyrir um 40.000 árum. Neanderdalsfólkið lifði í Evrópu og Asíu en leifar Denisinova hafa eingöngu fundist í þessum tiltekna helli í Síberíu.

Hér má sjá frétt CBS-sjónvarpsstöðvarinnar um fornleifafundinn sem kætt hefur mannvistarvísindamenn út um allan heim.

  Heimild: Deutsche Welle

mbl.is