„Ég ýtti strák"

Það er fátt sem lætur foreldra efast jafnmikið um uppeldishæfileika ...
Það er fátt sem lætur foreldra efast jafnmikið um uppeldishæfileika sína og þegar þeir komast að því að litlu saklausu börnin þeirra beiti önnur börn einhvers konar ofbeldi, jafnvel þótt það virki ekki alvarlegt við fyrstu sýn.

Það er fátt sem lætur foreldra efast jafnmikið um uppeldishæfileika sína og þegar þeir komast að því að litlu saklausu börnin þeirra beiti önnur börn einhvers konar ofbeldi, jafnvel þótt það virki ekki alvarlegt við fyrstu sýn. Sennilega hafa allir foreldrar verið í þeirri stöðu að smábarnið þeirra gerir eitthvað á hlut annars barns.

Blaðakona Fjölskyldunnar átti eitt sinn leikskólabarn sem beit annað barn. Unnið var í sameiningu að lausn málsins á leikskólanum, svo sem með því að láta barnið sem beit biðja bitna barnið afsökunar, útskýra fyrir gerandanum að athæfið sé rangt og vont og fylgja því vel eftir að þetta gerðist ekki aftur. Móðir bitna barnsins var afar ósátt við framkomu sonarins unga, en það er óneitanlega erfitt að vera í þeirri stöðu að biðjast afsökunar fyrir hönd annars, þótt það sé smábarnið manns.

Börn eiga það líka til að ýta, slá og lemja önnur börn því mikið er vald ofbeldisins. Smábörn gera sér ekki sjaldnast grein fyrir afleiðingum þess þegar þau beita önnur börn ofbeldi og því mikilvægt að kenna þeim muninn á réttu og röngu um leið og sú staða kemur upp.

Hins vegar er mikilvægt að muna að ofbeldi smábarna er ekki foreldrunum að kenna og að barnið þeirra er ekki líklegt til að verða alræmd ofbeldismanneskja á fullorðinsárum þrátt fyrir svona tilvik.

„Það er ekki óalgengt að smábörn bíti og lemji á ákveðnum aldri. Þau eru að tjá tilfinningar sínar og og þarfir og vita stundum ekki hvernig á að gera það án þess að beita smábarnaofbeldi,“ segir Miriam Schechter, barnalæknir á Barnasjúkrahúsinu í Montefiore í New York.

Fyrirsætan Chrissy Teigen á dótturina Lunu sem er tveggja ára. Hún birti nýlega krúttlegt myndband þar sem sú stutta sagðist hafa ýtt strák, sakleysið uppmálað. Það er stundum erfitt að fara ekki að hlæja þegar smábarnið gerir sér enga grein fyrir því að það má ekki ýta og augun breytast í saklausar undirskálar – en um leið mikilvægt að sleppa engu tækifæri á að brýna fyrir barninu að það megi aldrei slá, bíta og lemja. Undantekningalaust og aldrei.

GUYS. 😩😩😩

A post shared by chrissy teigen (@chrissyteigen) on Aug 22, 2018 at 5:00pm PDT

 Heimild: Parents.com

mbl.is