Serena segir að mömmur eigi að standa saman

Ljósmynd/skjáskot

Serena Williams, sem ærði aðdáendur sína nýlega í stórkostlegu „tutu“-pilsi á tennisvellinum, veit bæði hvað það er að eiga lítinn orkubolta og taka hann með sér í flug. Hún deildi nýlega sögu af einni slíkri flugferð með fylgjendum sínum á Instagram.

„Börn gera okkur auðmjúk. Um daginn var í ég flugi með Ólympíu og hún var sérlega hress og kraftmikil þann dag, hlaupandi fram og til baka á gangvegi vélarinnar meðan á fluginu stóð.

Þegar ég fékk hana loksins til að slaka á og sitja rólega við hliðina á mér kastaði hún upp yfir mig alla. #Thismama (þessi mamma) vill minna allar mæður á mikilvægi þess að við styðjum hver aðra gegnum súrt og sætt, hlátur og tár,“ sagði þessi kraftmikla tennisstjarna.

Hún hvatti allar mömmur þarna úti til að deila sambærilegum sögum af móðurhlutverkinu með því að nota sama myllumerki, #Thismama

Kids humble us. The other day on a flight home Olympia had so much energy and insisted on running up and down the aisle. When I finally got her to calm down and sit still, she threw up all over me and in the aisle. #ThisMama wants to remind all mothers the importance of supporting one another through the highs, lows, laughs and tears. _ Share your own stories of motherhood with hashtag #ThisMama. I’d love to hear them!

A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) on Aug 26, 2018 at 1:12pm PDTSerena Williams lætur engan segja sér hvernig hún á að klæða sig á tennisvellinum

Thank you to the incredible @virgilabloh

A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) on Aug 27, 2018 at 7:52pm PDT

mbl.is