Foreldrarnir eru vandamálið, ekki skólinn

Kennari er alls ósáttur með kvartanir foreldra yfir skólakerfinu og …
Kennari er alls ósáttur með kvartanir foreldra yfir skólakerfinu og vill að þeir axli ábyrgð. Athugið að myndin er ekki af Lisu Roberson heldur úr myndabanka. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Margir hafa alls kyns skoðanir á hegðun grunnskólabarna, agaleysi, skorti á virðingu gagnvart öðrum, vondri útkomu barna í ýmiss konar könnunum og fleiri þáttum. Lisa Roberson, kennari á eftirlaunum, tjáði sína skoðun nýlega í bréfi til bæjarblaðsins í bænum Augusta í Georgíuríki í Bandaríkjunum um uppeldi og árangur barna í skólum. Skoðun kennarans er algerlega skýr. Vandamálið liggur hvorki hjá skólunum né kennurunum. Það liggur hjá foreldrum.

Að mati Lisu Roberson þurfa kennarar að axla ábyrgð á …
Að mati Lisu Roberson þurfa kennarar að axla ábyrgð á framkomu barna í skólastofunni. Ljósmynd/Thinkstockphotos

„Sem kennari á eftirlaunum er ég dauðþreytt á fólki sem veit ekkert um almenna skólakerfið og hefur ekki komið í skólastofu lengi, kannski aldrei, en þykist þó vita hvernig laga eigi skólakerfið okkar.

Vandamálið er ekki kennararnir! Vandinn liggur hjá foreldrunum. Þeir kenna ekki börnunum mannasiði, virðingu fyrir öðrum og deila ekki með þeim almennum reglum í samskiptum við aðra. 

Nemendurnir koma kannski í skólann í skóm sem kosta meira en öll föt kennarans en hafa ekki lágmarksnámsgögn með sér. Hver reddar börnunum? Kennararnir!

Þegar skólar dragast aftur úr ætti að skoða samskipti foreldra við skólann. Koma nemendurnir á foreldrakynningar? Tala þeir við kennara reglulega?

Bréf Lisu Roberson til bæjarblaðsins í Augusta í Georgíu í …
Bréf Lisu Roberson til bæjarblaðsins í Augusta í Georgíu í Bandaríkjunum. Ljósmynd/skjáskot

Passa þeir upp á að börnin sé alltaf með nauðsynleg skólagögn á hverjum degi? Passa þeir upp á heimavinnu barnanna og fylgjast með henni? Er hægt að ná í foreldrana símleiðis á daginn? Fylgjast börnin með í tímum, hlusta þau eða trufla þau kennslu?

Ef allir þessir þættir eru skoðaðir áttar fólk sig á að það eru ekki skólarnir sem eru að klikka heldur foreldrarnir. Kennararnir geta ekki sinnt sínu starfi ef foreldrarnir sinna ekki sínu hlutverki. Þar til foreldrar taka sig til og sinna foreldrahlutverkinu af festu og ábyrgð breytist ekkert.“


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert