Rachel Weisz, 48 ára, og hinn fimmtugi Daniel Craig fengu lítið Bond-barn

Leikarahjónin Daniel Craig og Rachel Weisz eignuðust sitt fyrsta barn ...
Leikarahjónin Daniel Craig og Rachel Weisz eignuðust sitt fyrsta barn seman fyrir þremur dögum. Ljósmynd/skjáskot

Leikaraparið Rachel Weisz og Daníel Craig eignaðist lítið Bond-barn hinn 1. september síðastliðinn en þau giftu sig árið 2011. Fyrir á Weisz soninn Henry, 12 ára, með leikstjóranum Darren Aronofsky en Craig á dótturina Ellu Loudon, 25 ára, með Fiounu Loudon, en hún er nú að stíga sín fyrstu skref á leiklistarbrautinni eins og pabbi. Craig er fimmtugur og Weisz 48 ára og er dóttirin unga fyrsta barn þeirra saman.

Hjónin höfðu verið góðir vinir áður en þau unnu saman að myndinni Dream House árið 2011 og eru þekkt fyrir að halda sambandi sínu fjarri kastljósi fjölmiðla.

Congrats!!! This beautiful couple became parents of a baby girl ... #baby #rachelweisz #danielcraig #parents #babygirl #love #themummy

A post shared by CelebrityLover (@celebsfriends) on Sep 2, 2018 at 9:28pm PDT

Stóra systir, Ella Loudon, dóttir Craigs af fyrra hjónabandi, er að stíga sín fyrstu skref í leiklistinni. 

Join me today and tomorrow...? Last 2 performances... tickets nearly alllllll goneeee #AsYouLikeIt #LaBelle #20sfashion #20s #theatre #Shakespeare

A post shared by Ella Loudon (@ellaloudonpersonal) on Sep 1, 2018 at 9:14am PDT

mbl.is