Beckham-fjölskyldan er fræg og í frábærum fötum

Ljósmynd/skjáskot

Það er augljóst að Beckham-börnin hafa erft smekk foreldra sinna þegar kemur að klæðavali. Þau prýða öll forsíðu nýjasta Vogue-tímaritsins undir yfirskriftinni Fjölskylda, frægð og frábær föt ásamt foreldrum sínum; fyrrverandi kryddpíunni og nú hönnuðinum Victoriu Beckham og fyrrverandi fótboltakappanum og nú þjálfaranum David Beckham.

Í viðtalinu hafna þau enn á ný orðrómi um skilnað sem hefur verið þrálátur á árinu. Victoria segir að þau David séu orðin vön alls kyns slúðri, þar með talið sögum um skilnað og framhjáhald gegnum tíðina, en bendir á að börnin séu ekki vön slíku og það geti auðveldlega sært þau. 

Victoria ekki þekkt fyrir breið bros

Börnin virðast skemmta sér vel í ansi uppstilltu vatnsbyssustríði en þau eru Harper 7 ára, Cruz David 13 ára, Romeo James 16 ára og Brooklyn Joseph 19 ára ásamt hundinum Olive. David brosir fallega en Victoria sýnir sinn alkunna stút en það væri synd að segja að hún væri þekkt fyrir breið bros.

Í viðtalinu segir hún meðal annars að Harper kunni því vel að vera fín og fá að ganga á hælum en fær þó ekki leyfi til þess utandyra. Hún sé um margt kvenleg en eigi þrjá eldri bræður sem tuskist mikið og spili fótbolta og hún sé ekki vitund smeyk við að verða undir í systkinaátökum og leik. Hún telur að Harper muni verða uppfinningakona.

Uppstillt mynd ... nei, er það nokkuð?

Thank you @britishvogue @mikaeljansson for these special pictures of me with @davidbeckham, @brooklynbeckham, @romeobeckham, @cruzbeckham, #HarperSeven and Olive. #VBsince08

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on Sep 3, 2018 at 9:33am PDT

Myndband af Victoriu Beckham

Myndbandið var tekið í tilefni af viðtali fjölskyldunnar við Vogue. Þeir sem hlusta á allt myndbandið komast að því að Victoria hefur ágætis kímnigáfu þrátt fyrir að svipbrigði á ljósmyndum beri ekki merki um mikla gleði. 

mbl.is