Ronaldo fjölskyldan fagnar fríi á Ítalíu

Ljósmynd/skjáskot

Eldri hluti Ronaldo-fjölskyldunnar, fótboltaknappinn knái Cristiano Ronaldo eldri og kærastan hans Georgina Rodríguez ásamt Cristiano Ronaldo yngri, átta ára, fagnar nú fríi á lystisnekkju við Sardínu á Ítalíu en myndir náðust af þeim nýlega og birtust í Daily Mail þar sem þau sleikja sólina. Athygli hefur vakið í hversu góðu formi parið er en aðeins er um 10 mánuðir síðan Georgina eignaðist dóttur hjónaleysanna.  

Kósí hjá Ronaldofjölskyldunni. Kærastan heitir Georgina Rodríguez og eldri sonur ...
Kósí hjá Ronaldofjölskyldunni. Kærastan heitir Georgina Rodríguez og eldri sonur Ronaldo er sagður vera smágerð útgáfa af frummyndinni, en Christiano yngri er átta ára. Tvíburarnir Eva Maria og Mateo fæddust með aðstoð staðgöngumóður í júní í fyrra og Alana Martina er dóttir Georginu og Christianos en hún fæddist í nóvember sama ár, fimm mánuðum á eftir tvíburunum. Ljósmynd/Skjáskot

Þrjú börn bættust í hópinn í fyrra

Ekki kemur fram í umfjölluninni hvar yngri hluti fjölskyldunnar heldur sig en það bættist hressilega í fjölskylduna í fyrra þegar Cristiano eignaðist tvíbura, strák og stelpu, í júní með aðstoð staðgöngumóður og fimm mánuðum síðar eignaðist hann dóttur með kærustunni Georginu þannig að þau þrjú munu að öllum líkindum alast upp sem hálfgerðir þríburar. 

Peningar eru líklega ekki vandamálið í þessu fríi en Cristiano Ronaldo er launa­hæsti leikmaður­inn í ít­ölsku A-deild­inni í knatt­spyrnu en Portúgal­inn yf­ir­gaf Evr­ópu­meist­ara Real Madrid í sumar og samdi við Ítal­íu­meist­ara Ju­vent­us. 

Ju­vent­us borgaði 100 millj­ón­ir evra fyrir hann í sum­ar og sam­kvæmt heim­ild­um ít­alska blaðsins Gazzetta dello Sport fær Ronaldo 31 millj­ón evra í laun á ári sem jafn­gild­ir 3,9 millj­örðum króna. Það er því líklegt að hægt hafi verið að greiða fyrir gæðapössun fyrir yngri hluta fjölskyldunnar  meðan Cristiano eldri, Georgina  og Cristiano yngri nutu lífsins. 

View this post on Instagram

@georginagio #ronaldojunior ♀️❤️🧜🏼‍♂️ Follow Me @cristiano.ronaldo.ffans For More ✅ #cristianoronaldo7 #cr7day #cr7fan #cristiano_ronaldo #cristianoronaldojr #cristiano7 #CR7JUVE #cristianojr #cr7melhordomundo #cristiano7 #cr7fans #cristianoronaldofans #cristianobalondeoro #ronaldocr7😘❤️⚽️ #ronaldo_cr7 #ronaldocr7fans #ronaldocristiano #ronaldojuventus #ronaldoportugal #ronaldojuventus #ronaldovideos #ronaldoronaldo #cr7👑 #cr7fans #cr7juve⚪️⚫️ #cr7izbest #championsleague #Cr7Juventus #ronaldo😍 #cr7fans #cristianoronaldo #ronaldocr7fans #cr7vids #cr7day #cristianojr

A post shared by Cristiano Ronaldo Fans (@cristiano.ronaldo.ffans) on Sep 10, 2018 at 5:55am PDT

View this post on Instagram

He's enjoying a break in Italy following his £99million transfer to Juventus And despite being on a family holiday, @cristiano, 33, is still very much in shape, showing off his rippling abs as he lounged on a luxury yacht in Sardinia on Sunday. The footballer's gorgeous girlfriend Georgina Rodriguez, 24, was not to be outdone when it came to showing some skin, looking stunning in a red bikini. Georgina showed off her trim physique in her skimpy choice of swimsuit, in a bright scarlet shade. The brunette looked bronzed as she soaked up the sunshine on board, the thong-style bottoms of her bikini flaunting her pert derriere. She slicked back her wet locks to keep cool in the heat after a refreshing drip in the ocean, but did sport a glam face of makeup Credit: MailOnline, Joanna Crawley, INSTARimages.com

A post shared by Daily Mail (@dailymail) on Sep 10, 2018 at 6:22am PDT
mbl.is