Gerir æfingar með börnunum

Alec Baldwin og Hilaria Thomas Baldwin reka stórt heimili og ...
Alec Baldwin og Hilaria Thomas Baldwin reka stórt heimili og hafa eignast fjögur börn á fjórum árum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Hilaria Thomas Baldwin og Alec Baldwin hafa eignast fjögur börn á fjórum árum. Það þarf blöndu af skipulagi og smávegis kæruleysi til að láta hlutina ganga upp á stóru heimili. Skilyrðislaus ást og góð hreyfing virðist vera leiðin ef marka má Hilaria Thomas Baldwin sem er jógakennari að mennt. 

Baldwin lítur ekki út fyrir að hafa eignast fjögur börn á jafnmörgum árum. Hún heldur úti síðu á Instagram þar sem almenningur getur séð að það gengur mikið á í stórum fjölskyldum. Hún heldur uppi orkunni með því að borða hollt og gera æfingar með börnunum. En hún viðurkennir að hún sé þreytt og álagið sé mikið. Það er eðlilegt þegar fólk er með ung börn að hennar mati.

Alec Baldwin hefur verið í umræðunni að undanförnu þar sem hann ræðir um mikilvægi þess að hjón rækti sambandið og séu sem mest saman. Hann tekur ekki vinnu utan borgarinnar nema að eiginkona hans og börn geti komið með. Á síðu Baldwin má finna skemmtilegar æfingar sem hægt er að taka með börnunum.  

View this post on Instagram

Legs and butt! 3 sets 20...Carmen ran into the frame naked, so had to cut🙈...but you get the picture 😂 #wegotthis2018

A post shared by Hilaria Thomas Baldwin (@hilariabaldwin) on Jul 18, 2018 at 3:12pm PDT

View this post on Instagram

Stretches for back pain and poor posture...this is great if you sit a lot. sound up! #wegotthis2018 (bikini is @triangl ). You can hold each stretch for 10-30 seconds 💜

A post shared by Hilaria Thomas Baldwin (@hilariabaldwin) on Aug 2, 2018 at 11:04am PDT
mbl.is