Tvíburasystur eignuðust syni sama dag

Tvíburasysturnar Jalynne April Crawford og Janelle Ann Leopoldo með syni ...
Tvíburasysturnar Jalynne April Crawford og Janelle Ann Leopoldo með syni sína eftir fæðinguna. skjáskot/Instagram

Tvíburasysturnar Jalynne April Crawford and Janelle Ann Leopoldo voru svo samstíga á meðgöngu sinni að þær áttu ekki aðeins báðar von á strákum í sumar heldur eignuðust þær þá sama dag í júní. 

Í viðtali við People segir Crawford að að hún hafi komist að því að hún ætti von á sér fjórum dögum áður en systir komst að sinni óléttu. Vegna þess að þær áttu von á sér í sömu vikunni var lítið mál fyrir lækni að setja þær af stað sama dag en það var gert til þess að foreldrar þeirra gætu verið viðstaddir báðar fæðingarnar en þær búa langt frá hvor annarri. 

Þrátt fyrir að fæðing drengjanna hafi verið ævintýri líkust var ekki auðvelt fyrir þær að verða óléttar. Crawford missti tvisvar fóstur áður en hún varð ólétt á meðan Leopoldo glímdi við frjósemisvanda en hún var greind með fjölbelgja-eggjastokksheilkenni. 

Drengirnir fæddust 18. júlí og segir Crawford að þeir séu nú þegar orðnir bestu vinir þrátt fyrir að vera bara þriggja mánaða. mbl.is