Getur viskí komið fæðingu af stað?

Kate Hudson á von á sínu þriðja barni.
Kate Hudson á von á sínu þriðja barni. skjáskot/Instagram

Leikkonan Kate Hudson á von á sínu þriðja barni með kærasta sínum Danny Fujikawa á allra næstu dögum. Hudson sem er 39 ára hefur verið dugleg að sýna frá óléttunni á Instagram en nú virðist sem hún sé orðin þreytt og vill bara koma dömunni út. 

Vinkonur hennar héldu steypiboð handa henni um helgina og fékk hún bókina Whiskey in a Teacup eftir Reese Witherspoon í gjöf. „Ég get ekki gengið, ég get ekki talað,“ sagði hin þreytta ólétta kona og spurði sig að því hvort viskískot gæti komið fæðingunni af stað. 

View this post on Instagram

Grateful for these beauties throwing me the sweetest celebration for baby girl yesterday 💕 #WeReady

A post shared by Kate Hudson (@katehudson) on Sep 24, 2018 at 3:40pm PDT

mbl.is