Karl og Sigga Eyrún eiga von á barni

Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Felix Bergsson sést þarna ...
Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. Felix Bergsson sést þarna í bakgrunni. mbl.is/Styrmir Kári

Tónlistarparið Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, eða Sigga Eyrún eins og hún er kölluð, eiga von á barni. Þau sögðu frá því á Facebook að von væri á dóttur í febrúar. Þær fréttir eru einstakar gleðifréttir því parið hefur gengið í gegnum meiri öldugang en gengur og gerist.

Árið 2015 misstu þau son sinn, Nóa Hrafn, rétt eftir fæðingu hans en þau ræddu opinskátt um þessa lífsreynslu í Kastljósi Sjónvarpsins 2016. 

Karl og Sigga Eyrún hafa ekki látið þessa erfiðu lífsreynslu stoppa sig og hafa sett kraftinn í tónlistina. Þau hafa ýmist unnið saman eða hvort í sínu lagi. Á fimmtudaginn verða þau til dæmis saman í Hannesarholti þar sem tónleikarnir Alls konar ást verða haldnir. 

Þar verða þau ásamt Bjarna Snæbjörns og flytja lög sem fagna ástinni í öllum hennar stórkostlegu myndum. Og svo verður Karl með útgáfutónleika 2. nóvember þegar platan Mitt bláa hjarta kemur út. Verða tónleikarnir haldnir í Björtuloftum í Hörpu. 

mbl.is