Tekin af foreldrunum og flutt í barnaþorp

Mari Järsk hefur búið á Íslandi í 13 ár.
Mari Järsk hefur búið á Íslandi í 13 ár.

Saga Mari Järsk er merkileg. Hún ólst upp í SOS-barnaþorpi í Eistlandi vegna þess að foreldrar hennar gátu ekki séð henni farborða. Síðustu 13 ár hefur hún búið á Íslandi en í viðtali hér fyrir neðan segir hún söguna af því hvernig hún komst til Íslands. Hún talar opinskátt um líf sitt og hvernig það hafi þróast á jákvæðan hátt. 

Mari var 7 ára þegar hún og sex systkini hennar voru tekin af foreldrum sínum árið 1995. Þau voru þá á aldrinum eins til fimmtán ára og fengu öll nýtt heimili í SOS-barnaþorpinu í Keila sem þá var nýopnað.

Mari segir að mörg börn í þorpinu hafi átt mjög erfitt og hún efast um að þau muni nokkurn tímann ná sér að fullu andlega enda koma sum börn úr hræðilegum aðstæðum áður en þau ná í öryggið í SOS-barnaþorpunum.

„Þetta er rosalega magnað. Þú þurftir ekki annað en að horfa á hann til að sjá að hann var að deyja úr samviskubiti. Honum leið illa og fannst hann ekki eiga skilið að hitta okkur. Hins vegar fannst mér alltaf eins og mömmu hafi verið skítsama en ég held að hún hafi verið í afneitun. Ég held að henni hafi ekkert verið sama. Hún þurfti að lifa með þessar tilfinningar allt sitt líf að hafa látið sjö börn frá sér sem hún fæddi sjálf,“ segir hún á vef sos.is

Báðir blóðforeldrar Mari eru látnir. Faðir hennar lést sumarið 2014 en móðir hennar árið 2007.

Hér er hún með föður sínum.
Hér er hún með föður sínum.
Hér er Mari með móður sinni.
Hér er Mari með móður sinni.
mbl.is