Ferðast um með bláan barnavagn

Eva Longoria í ágúst nokkrum vikum eftir barnsburð.
Eva Longoria í ágúst nokkrum vikum eftir barnsburð. AFP

Eva Longoria eignaðist soninn Santiago Baston í sumar en þetta er fyrsta barn hinnar 43 ára gömlu leikkonu. Longoria hefur verið á ferð og flugi síðustu vikur enda upptekin kona og er hún þá með son sinn með sér í barnavagni. Vagninn sem Longoria er með son sinn í er frá merkinu NUNA. 

Longoria tjáði sig um móðurhlutverkið í viðtali við Extra þegar sonur hennar var sjö vikna. „Þetta er mikil vinna, en áreynslulaus vegna þess þú vilt alltaf vera með honum,“ sagði Longoria sem sagðist sakna hans á milli þess sem hún gefur honum brjóst á þriggja tíma fresti og hann sefur. 

View this post on Instagram

Lazy Kinda Sunday ☀️⛱

A post shared by Eva Longoria Baston (@evalongoria) on Aug 19, 2018 at 9:46am PDTEva Longoria var dugleg að sýna óléttukúluna á meðgöngunni.
Eva Longoria var dugleg að sýna óléttukúluna á meðgöngunni. AFP
mbl.is