Karlotta prinsessa stal senunni

Karlotta prinsessa kann sig og er dugleg að veifa til ...
Karlotta prinsessa kann sig og er dugleg að veifa til fólks sem á hana horfir. AFP

Systkinin Georg og Karlotta voru í hlutverki brúðarmeyjar og brúðarsveins í brúðkaupi Eugenie frænku þeirra og eiginmanns hennar Jack Brooksbank. Systkinin hafa nokkrum sinnum áður verið í þessum hlutverkum og eins og vanalega vakti Karlotta mikla athygli. 

Karlotta þykir heldur frakkari en Georg bróðir hennar og var hún dugleg að veifa fólki og ljósmyndurum sem fylgdust með henni áður en athöfnin hófst.  

Karlotta prinsessa vekur alltaf mikla athygli.
Karlotta prinsessa vekur alltaf mikla athygli. AFP

Goerg var þó alveg til í að ærslast aðeins þegar inn í kirkjuna var komið og sást hann meðal annars reyna að kæfa hlátursgusu. Líklegt er að eldri brúðarmær sem stóð hjá þeim Georgi og Karlottu hafi verið að segja eitthvað fyndið. 

Goerg prins fór að hlæja í athöfninni.
Goerg prins fór að hlæja í athöfninni. AFP
Karlotta prinsessa.
Karlotta prinsessa. AFP
Karlotta prinsessa.
Karlotta prinsessa. AFP
Karlotta datt í kirkjutröppunum en lét það ekki á sig ...
Karlotta datt í kirkjutröppunum en lét það ekki á sig fá. AFP
mbl.is