Fann ástina 12 árum eftir sæðisgjöf

Aron Long fann ástina í lífi sínu 12 árum eftir ...
Aron Long fann ástina í lífi sínu 12 árum eftir að hún hafði eignast dóttur hans. Hann segir þá staðreynd, að þau eigi barn saman, gera þau nánari samkvæmt The New York Times. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Í nútímasamfélagi eru fjölskyldutengsl flókin. Ein áhugaverðasta ástarsagan um þessar mundir er án efa sú sem kom fram á vefmiðli The New York Times nýlega.

Aaron Long fann Jessicu, ástina í lífi sínu, 12 árum eftir að dóttir þeirra Alice fæddist. 

„Fyrir næstum 25 árum var ég að koma úr námi frá Englandi og flutti inn til móður minnar aftur. Ég átti ekki mikinn pening á þessum tíma. Byrjaði að keyra leigubíl þar til einn daginn sá ég auglýst eftir heilbrigðum karlmönnum á aldrinum 18 - 35 ára, til að gefa sæði. Ég fékk 40$ á fyrir skammtinn árið 1994. Ég seldi tvo skammta á viku í eitt ár á þessum tíma. Ég var í fjarsambandi á þessum tíma svo þetta var ágætishugmynd að mínu mati á þessum tíma. Þegar ég sagði mömmu frá þessu velti hún því fyrir sér hvort þetta yrði eina leiðin fyrir mig til að gera hana að ömmu,“ segir Long. 

Long heldur áfram að útskýra í greininni að á þessum tíma hafi Jessica og maki hennar, sem var kona einnig, valið hann sem sæðisgjafa þar sem hann var rithöfundur og tónlistarmaður.

„Eftir að hafa selt sæði mitt í eitt ár, hætti ég því og lagði þessa hugsun alveg á hilluna. Ég viðurkenni að stundum velti ég því fyrir mér hvort ég ætti börn sem ég ekki vissi af, en ég fór ekki langt inn í þessa hugsun þar sem ég vissi að ég hefði ekkert með þessi börn að gera og hefði skrifað undir samning um að sleppa tökunum á þessum málum eftir að hafa gefið sæðið. Síðan kom öld upplýsingatækninnar. 

Í upphafi árisins 2000 leitaði ég á netinu að leið til að finna afkomendur mína en ég fann ekki neitt. Síðan fyrir nokkrum árum sá ég auglýsingu frá 23andMe, þjónustu sem greinir munnvatnið þitt. Þú hrækir í rannsóknarglas og sendir þeim til úrvinnslu. Tækifærið að finna börnin mín þarna var augljóst að mínu mati en langsótt. 

Ég fékk niðurstöðurnar aftur og ég átti son, hann heitir Bryce. Ég leitaði að honum á netinu og fann hann. Hann var mjög líkur mér í útliti. Ég gerði ráð fyrir því að fyrst að hann hefði nýtt sér þjónustu 23andMe hefði hann verið að leita að mér líka svo ég skrifaði honum skilaboð þar sem ég sagði honum að ég gerði ráð fyrir að hann vissi af mér og hann hefði verið að leita að mér.

Bryce svaraði mér strax með orðunum: „Pabbi! Ég get ekki útskýrt fyrir þér hversu ánægður ég er að heyra frá þér. Ég er einn af sex börnum þínum og við erum öll í sambandi. Ég er 20 ára og bý á Long Island, en er að læra í New York.“

Ég hugsaði með mér: „Pabbi. Ég var ekki alveg tilbúinn í það“.“

Til að gera langa sögu stutta þá fékk Aaron Long skilaboð í gegnum 23andMe að hann ætti dóttur að nafni Alice sem væri 11 ára.

„Móðir hennar Jessica hefði keypt sæðið mitt á sínum tíma. Jessica skrifaði mér bréf um að hún og kærasta hennar á sínum tíma hefðu báðar keypt sæðið mitt, hefðu báðar eignast dætur (mínar) og hefðu alið þær upp saman þangað til nýlega.

Við byrjuðum að tala saman á netinu. Við náðum strax vel saman og héldum sambandi. Það sama má segja um börnin mín sem ég fékk að kynnast hægt og rólega í gegnum bréfaskriftir. 

Ákveðið var að halda boð með börnunum og mér og um leið og ég og Jess hittumst í fyrsta skiptið þá náðum við saman. Jess sagði að það væri eitthvað við mig sem væri svo kunnuglegt og minnti hana á dætur sínar svo við náðum vel saman strax. 

Við Jess fundum ástina saman og virkum sem par af því við kunnum að meta að vera í kringum hvort annað. Sambandið hefur þróast með árunum. Ég verð að viðurkenna að það hefur ekki skemmt fyrir nánd og ást okkar á milli að ég er faðir barnanna hennar.“

mbl.is