Pippa eignaðist dreng

Pippa og James Matthews eru foreldrar.
Pippa og James Matthews eru foreldrar. AFP

Pippa og James Matthews eignuðust dreng í gær, mánudaginn 15. október, um er að ræða fyrsta barn hjónanna sem giftu sig í fyrra. Daily Mail greinir frá því að barnið hafi komið í heiminn rétt eftir hádegi í gær. 

Barnið kom í heiminn í Lindo-álmunni á spítala heilagrar Maríu í Lundúnum en systir Pippu, Katrín hertogaynja, hefur einnig fætt börn sín og Vilhjálms Bretaprins í lúxusspítalaálmunni. 

Pippa mætti í brúðkaup Eugenie prinsessu á föstudaginn.
Pippa mætti í brúðkaup Eugenie prinsessu á föstudaginn. AFP
mbl.is