Áhugaverðar bækur fyrir börnin

mbl.is/ThinkstockPhotos

Lestur góðra bóka er gulls ígildi fyrir börn sem fullorðna. Eftirfarandi bækur eru vinsælar á meðal barna um þessar mundir. 

Tímakistan

Höfundur: Andri Snær Magnason

Það sigrar enginn heiminn sem ekki getur sigrað tímann.

Tímakistan hlaut árið 2014 barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins auk …
Tímakistan hlaut árið 2014 barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins auk fleiri verðlauna.

Eitthvað furðulegt hefur gerst. Mannkynið húkir í draugalegum kössum og bíður betri tíma. Á meðan hefur skógurinn yfirtekið borgirnar, úlfar ráfa um götur og skógarbirnir hafa hertekið verslunarmiðstöðvar. Hvað kom fyrir? Enginn getur svarað því nema gömul kona sem vakir í einu húsanna.

Tímakistan er margslungið ævintýri sem teygir anga sína frá fjarlægustu fortíð til ókominna tíma.

Andri Snær er þekktur fyrir bækur sínar, sem hafa komið út í meira en 30 löndum. Fyrir Söguna af bláa hnettinum hlaut hann meðal annars Íslensku bókmenntaverðlaunin og Heiðursverðlaun Janusz Korczak.

Amma best

Höfundur: Gunnar Helgason

Amma best eftir Gunnar Helgason.
Amma best eftir Gunnar Helgason.

 

Ef þú hefur lesið Mömmu klikk eða Pabba prófessor veistu hver Amma best er. Bækurnar um Stellu og fjölskyldu hennar hafa slegið í gegn. Við gefum Stellu orðið: „Þú getur ekki ímyndað þér hvað gekk á vikurnar áður en ég fermdist. Það var svo rosalegt að ég varð að skrifa nýja bók. Ég vil ekki segja of mikið en hér kemur við sögu keppni upp á líf og dauða, líka sjálfur Dauðinn (ég er ekki að grínast) og loks amma Köben.“

Gunnar Helgason hefur fyrir löngu skipað sér í hóp vinsælustu barnabókahöfunda landsins. Fyrri bækurnar um Stellu og fjölskyldu hennar slógu rækilega í gegn og fyrir Mömmu klikk hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka.

Ofurhetjuvíddin: Bernskubrek Ævars vísindamanns

Höfundur: Ævar Þór Benediktsson

Varúð! Í þessari bók eru hugrakkar hetjur en líka skuggalegir skúrkar!

Ofurhetjuvíddin eftir Ævar vísindamann.
Ofurhetjuvíddin eftir Ævar vísindamann.

Þegar hinn 12 ára gamli Ævar sogast yfir í annan heim þar sem allir eru ofurhetjur þarf hann að taka á honum stóra sínum ef hann ætlar að komast til baka. En langar hann aftur heim til sín? Og hvers vegna eru hetjur farnar að hverfa?

Bókaflokkurinn um bernskubrek Ævars vísindamanns hefur slegið rækilega í gegn og var meðal annars tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, DeBaryvísindabókaverðlaunanna og In Other Words-verðlaunanna. Hér halda ævintýrin áfram!

Með bókinni efnir Ævar Þór Benediktsson loforð við þúsundir barna um allt land sem tóku þátt í lestrarátakinu hans og lásu meira en fimmtíu og þrjú þúsund bækur.

Þetta eru mínir einkastaðir

Bók sem hjálpar fullorðnum að ræða við börn um eðlileg mörk snertingar.

Þetta eru mínir einkastaðir.
Þetta eru mínir einkastaðir.

Bókin er gefin út af Blátt áfram en Salka sér um dreifingu. Þetta eru mínir einkastaðir er auðveld aflestrar, letrið er stórt, texti allur í vísnaformi og myndskreytingar allar í höndum barna; einfaldar og litríkar myndir. Frábært innlegg í forvarnarvinnu með börnum. Bókin hvetur einnig börn til að vera óhrædd við að segja frá misnotkun hafi hún átt sér stað. Löngu tímabær bók fyrir yngstu kynslóðina, foreldra hennar og alla þá sem annast og kenna börnum.

Settu saman mannslíkamann

Settu saman mannslíkamann.
Settu saman mannslíkamann.

Höfundur: Richard Walker

Settu saman mannslíkamann er gagnvirkur og skemmtilegur leiðarvísir um undur mannslíkamans. Í honum er farið yfir grunnatriði í líffræði líkama okkar á lifandi hátt. Bókinni fylgir 76 cm hátt líkan af beinagrind og líffærum líkamans til að setja saman!

Af hverju slær hjartað svona oft á hverri mínútu? Hvernig hjálpa vöðvarnir þér að hlaupa og hoppa? Hvað ver okkur fyrir bakteríum?

Þú færð svör við þessum spurningum og fleirum í bókinni og með því að setja saman mannslíkamann!

Ég er Malala

Höfundur: Malala Yousafzai

Ein mikilvægasta bók 21. aldarinnar.

Ég er Malala.
Ég er Malala.

Þegar talíbanar náðu völdum í Swat-dalnum í Pakistan neitaði Malala Yousafzai að láta þagga niður í sér og barðist fyrir skólagöngu stúlkna. Í október 2012 var hún nærri búin að gjalda fyrir það með lífi sínu. Hún var skotin í höfuðið á leið heim úr skólanum og fáir hugðu henni líf. En bati Malölu var upphafið á ótrúlegu ferðalagi frá afskekktum dal í Norður-Pakistan til salarkynna Sameinuðu þjóðanna í New York. Þegar hún var sextán ára gömul var hún orðin táknmynd friðsamlegra mótmæla um allan heim. Ári síðar varð Malala yngst allra til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels og hún hefur haldið áfram baráttunni fyrir jöfnum rétti til menntunar allar götur síðan.

Ég er Malala sannfærir lesendur um að rödd einnar manneskju geti breytt heiminum.

Þýðing bókarinnar er styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert