Frægir íslenskir tvíburaforeldrar

Benedikt Erlingsson, Diddú og Ólafur Ragnar eiga það sameiginlegt að …
Benedikt Erlingsson, Diddú og Ólafur Ragnar eiga það sameiginlegt að eiga tvíbura. Samsett mynd

Á dögunum greindi Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir frá því að hún og eiginmaður hennar, Haukur Ingi Guðnason, ættu von á tvíburum. Hjónin ganga þar með í hóp fjölda fólks sem á tvíbura en nokkrir þekktir Íslendingar eru einmitt tvíburaforeldrar. 

Leik­ara­hjón­in Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir og Björn Thors eignuðust tví­buradrengi árið 2017. 

Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors.
Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Leikkonan, rithöfundurinn og baráttukonan Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og leikarinn Víðir Guðmundsson eignuðust tvíbura í vor. Tvíburarnir komu í heiminn eftir 28 vikna meðgöngu en Þórdís Elva hefur verið dugleg að segja frá því hvernig þeir braggast á Instagram. 

Víðir Guðmundsson og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir.
Víðir Guðmundsson og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, eignaðist tvíbura árið 2015 með eignmanni sínum Birgi Viðarssyni. 

Björt Ólafsdóttir.
Björt Ólafsdóttir. mbl.is/Hanna

Lögmaðurinn og fyrrverandi þulan Eva Sólon eignaðist tvíbura árið 2013 með eiginmanni sínum Jóni Stefáni Jónssyni. 

Eva Sólan er tvíburamóðir.
Eva Sólan er tvíburamóðir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Söngkonan Sigga Beinteins eignaðist tvíbura með sambýliskonu sinni, Birnu Maríu Björnsdóttur, árið 2011. 

Sigga Beinteins.
Sigga Beinteins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leikarahjónin Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Þórir Geirsson eignuðust tvíbura saman árið 2012. 

Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Þórir Geirsson.
Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Þórir Geirsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikarahjónin Charlotte Böving og Benedikt Erlingsson eignuðust tvíburadætur árið 2008. 

Charlotte Böving með tvíburadætur sínar árið 2009.
Charlotte Böving með tvíburadætur sínar árið 2009. Árni Sæberg

Fyrrverandi stjórnmálakonan Katrín Júlíusdóttir eignaðist tvíbura árið 2011 með eiginmanni sínum Bjarna Bjarnasyni.  

Katrín Júlíusdóttir.
Katrín Júlíusdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, eignaðist tvíburadæturnar Tinnu og Döllu árið 1975 með Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur heitinni. 

Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. mbl.is/Golli

Tinna Ólafs­dótt­ir, dótt­ir Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, og eiginmaður hennar Karl Pétur Jónsson eignuðust síðan tvíbura árið 2012. Tví­bur­arn­ir komu í heim­inn hvor sínu megin við miðnætti og eiga því hvor sinn af­mæl­is­dag­inn. 

Hjónin Guðrún Tinna Ólafsdóttir og Karl Pétur Jónsson með tvíburunum …
Hjónin Guðrún Tinna Ólafsdóttir og Karl Pétur Jónsson með tvíburunum Grími og Fanneyju.

Hjónin Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Ágústa John­son, fram­kvæmda­stjóri Hreyf­ing­ar, eiga tvíbura saman sem fæddir eru árið 2002. 

Guðlaugur Þór Þórðarson og Ágústa Johnson.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Ágústa Johnson. mbl.is/Stella Andrea

Söngkonan Diddú eða Sigrún Hjálmtýsdóttir á tvíburadætur með manni sínum Þorkeli Jóelssyni. Eru dæturnar fæddar árið 1985. 

Sigrún Hjálmtýsdóttir, öðru nafni Diddú, bíður spennt eftir því að …
Sigrún Hjálmtýsdóttir, öðru nafni Diddú, bíður spennt eftir því að syngja í Súlnasalnum á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert