Uppeldi fjarri kastljósi fjölmiðla

Ryan Gosling og Eva Mendes eru eitt áhugaverðasta parið í …
Ryan Gosling og Eva Mendes eru eitt áhugaverðasta parið í Hollywood um þessar mundir. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Ryan Gosling og Eva Mendes eru án efa eitt áhugaverðasta parið í Hollywood um þessar mundir. US Magazine hefur gert samantekt á því sem þau hafa sagt í gegnum tíðina um hvort annað, sambandið og barnauppeldið. 

Parið er duglegt að halda sér frá kastljósi fjölmiðla. Þau birta aldrei myndir af börnunum sínum. Gosling sem er 37 ára og Mendes sem er 44 ára eiga dæturnar Esmeröldu fjögurra ára og Amödu tveggja ára. 

Góður faðir

Mendes segir að Gosling sé frábær pabbi og hann hafi verið duglegur að skipta á stelpunum í gegnum árin. Hann njóti þess að vera heima, sama hvað er í gangi á heimilinu. 

Gosling vil gera hlutina sjálfur heima og elskar að skipta …
Gosling vil gera hlutina sjálfur heima og elskar að skipta á börnunum og vera hluti af heimilinu. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Vil gera hlutina sjálf

„Ég er ekki á móti því að fá pössun en ég vel að vera með dæturnar sjálf. Jafnframt er ég heppin að fá aðstoð frá fjölskyldu okkar Ryans.“

Þau vilja vera út af fyrir sig og ala börnin sín upp fjarri kastljósi fjölmiðla. Þá stefnu tók Mendes í upphafi meðgöngunnar. 

Mendes er meira fyrir að vera heima en á rauða …
Mendes er meira fyrir að vera heima en á rauða dreglinum. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Draumamóðir

Gosling nýtur þess að vera til staðar fyrir fjölskylduna og segir Mendes „draumamóður“ barna sinna. Hann nýtur þess að taka þátt í heimilislífinu sem hann segir eðlilega óskipulagt og fallegt eins og flest heimili þar sem ung börn eru að vaxa úr grasi, læra og leika.

Gosling er þakklátur konu sinni fyrir að vera til staðar fyrir fjölskylduna og kom því fallega að í þakkarræðu sinni á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í fyrra. Hann sagði að það sem Mendes hefði gert upp á eigin spýtur, þegar hún sá um eldri dóttur þeirra, ófrísk að þeirri yngri og að styðja bróður sinn sem var með krabbamein á þessum tíma, hefði verið kraftaverki líkast. Það hefði gert honum kleift að láta sína drauma rætast á sviði leiklistar.

Gosling hefði ekki getað sinnt kvikmyndaferli sínum af kappi ef …
Gosling hefði ekki getað sinnt kvikmyndaferli sínum af kappi ef ekki væri fyrir Mendes. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Velur börnin framyfir ferilinn

Það sem ekki margir vita um Mendes er að hún kann því afar vel að vera með fjölskyldunni. Hún tekur samveru við börnin sín framyfir rauða dregilinn, ekki af því að það sé rétt fyrir fjölskylduna, heldur af því að heima er hún í flæði. 

Gosling hefur í gegnum lífið átt sterkt samband við móður sína og er í dag umvafinn konum. Hann segist njóta þess í botn og hefur látið þau orð falla að sér finnist konur sterkari en karlmenn; magnaðri og þróaðri og hann njóti hvers augnabliks með stelpunum sínum. 

Eitt er víst að parið virðist fjárfesta vel í því að vinna í sjálfu sér. Enda vita þau að það þarf að fjárfesta í ástinni til að hún vaxi og blómstri.

Mendes og Gosling eru mjög samrýmdir foreldrar sem bera virðingu …
Mendes og Gosling eru mjög samrýmdir foreldrar sem bera virðingu fyrir hvort öðru og elska að ala börnin sín upp saman. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert