Fimm leiðir til betra barnauppeldis

Það er engin vinsælldarkeppni að vera foreldri. Stundum getur verið …
Það er engin vinsælldarkeppni að vera foreldri. Stundum getur verið erfitt að klára grænmetið áður en maður fær sér súkkulaði. Einföld útskýring eins og: Af því það er gott fyrir þig, getur verið nógu góð útskýring. Það þarf ekki alltaf að ræða sveltandi börn í Afríku eða vera með aðrar langlokur þegar kemur að uppeldi. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Í öllu upp­lýs­inga­flóðinu sem for­eldr­ar upp­lifa í dag er orðið erfitt að átta sig á á hverju for­eldr­ar eiga að bera ábyrgð gagn­vart börn­um sín­um og hverju ekki.

Empower­ing Par­ents birti skemmti­leg­an lista yfir þetta í grein sem fé­lags­ráðgjaf­inn og markþjálf­inn Sara Bean skrifaði. Hún hefur ára­tuga reynslu af því að starfa með börn­um og for­eldr­um þeirra. 

Listinn er ágæt áminning fyrir alla:

1. Taka erfiðar ákvarðanir 

Ef barnið þitt verður ekki reitt út í þig endrum og sinnum ertu ekki að sinna vinnu þinni sem foreldri. Mundu að þú þarft ekki að vera með langlokuútskýringar á af hverju þú setur mörk og reglur á heimilinu. Að útskýra að það sé hættulegt fyrir barnið er næg útskýring á því að það megi ekki hoppa á milli staða. Eða segja að það sé í verkahring barnsins að læra. Það þarf engar langlokuútskýringar á einföldum hlutum. 

2. Kenna sjálfstæði 

Það er í þínum verkahring að kenna barninu. Þannig þróar það með sér hæfni og sjálfstæði í lífinu. Þar kemur að barnið þitt þarf að læra að róa tilfinningar sínar, reima skóna, skrifa nafnið sitt eða komast í gegnum það ef einhver stríðir því. Þegar barnið eldist mun það þurfa að læra að skrifa ritgerð, læra að segja nei við áfengi, læra að keyra bíl, sækja um vinnu og fleira í þeim dúrnum. Allir þessir litlu hlutir sem við kennum börnunum frá unga aldri hjálpa þeim að takast á við lífið eins og þroskaðir einstaklingar þegar þar að kemur. 

3. Taka ábyrgð

Þegar börnin gera eitthvað óviðeigandi er mikilvægt að við setjum þeim mörk. Sem dæmi: ef barnið þitt vill ekki læra heima er eðlilegt að það fái ekki að horfa á sjónvarpið. Það má alltaf kveikja á sjónvarpinu aftur þegar heimavinnunni er lokið. Ef barnið upplifir kærleiksrík mörk og afleiðingar, án þess að það virki sem refsing, verður það meðvitaðra um að þegar það gerir eitthvað rangt í lífinu þá gerist eitthvað í kjölfarið. Það er hollt fyrir alla að læra.

4. Halda áfram

Lífið er fullt af ánægjulegum hlutum en einnig flóknum verkefnum sem erfitt er að takast á við. Stundum fer allt á hvolf í lífi barna okkar, stundum er allt æðislegt. Það sem barnið er að fara í gegnum snýst ekki allt um þig. Ekki ásaka þig persónulega þótt barnið þitt þurfi að takast á við eitthvað; einblíndu frekar á að finna jákvæðar leiðir til að takast á við málin með því.

5. Gera sitt besta

Stundum geta foreldrar lítið annað gert en sitt besta í stöðunni. Það getur tekið á að finna hinn gullna meðalveg; að gera ekki of mikið og ekki of lítið fyrir börnin. Það getur stundum verið eins og að starfa í sirkus að vera foreldri. Það er þá sem þú þarft að muna að þú ert ekki ofurhetja, heldur pabbi eða mamma að reyna að gera þitt besta hverju sinni.

Mundu bara að barnið þitt er einstakt og það þekkir það enginn betur en þú. Þú ert sérfræðingurinn í þínu barni. Þú veist bestu leiðirnar til að kenna því að vera kærleiksríkt, standa með sér og öðrum og bera ábyrgð. Mundu það sem stendur hér og hafðu hugfast hvað það felur í sér að vera foreldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert