Er barnið þitt með tilfinningaleg sár?

Markmið foreldra er að ala upp hamingjusöm glaðlynd börn. En …
Markmið foreldra er að ala upp hamingjusöm glaðlynd börn. En tilfinningaleg sár barna geta myndast í allskonar aðstæðum. Jafnvel þó foreldrar séu að reyna að gera sitt allra besta. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Að heila innra barnið í okkur og tilfinningaleg sár eru hugtök sem eru mikið í umræðunni þessa dagana. Sér í lagi eftir að núvitund, bæn og hugleiðsla komust meira í umræðuna. Flest hugmyndakerfi í heiminum fjalla um slíka heilun, á sinn hátt. Í 12 spora kerfum er talað um fjögurra spora uppgjör og bæn og hugleiðslu til heilunar. Í kaþólskri trú eru einnig bæn og skriftir. Í hugleiðslu er leitast við að finna innri kennara og frið og ró hugans. 

Það sem virðist einkenna þá sem eru nú fullorðnir eru að þeir taka með sér góðar tilfinningar úr æskunni, en einnig sár sem stundum er erfitt að segja til um hvaðan koma. Stundum er um að ræða mynstur í fjölskyldum, stundum þurftu báðir eða annar foreldranna að vinna mikið, um veikindi var að ræða og fleira sem verkefni lífsins færa fjölskyldum.

Einkenni þess þegar sár eru að myndast hjá börnum geta verið margvísleg, en flest hugmyndakerfi byggjast á því að útskýra breytta hegðun sem sést hjá börnum þegar þau reyna að verja sig fyrir sársauka sem er að myndast hjá þeim. Dæmi um slíkt getur verið félagsleg einangrun, aukin tölvunotkun, reiði eða fullkomnunarárátta.

Kaldhæðni

Ég ætla að særa þig niður áður en þú gerir það við mig, snúa vörn í sókn og gera grín að þér - getur verið hugsun sem er lærð hjá börnum. Það fæðist ekkert barn kaldhæðið að mati sérfræðinga. 

Þegar barnið sýnir forðun

Það að draga sig ú hlé, forðast samskipti eða halda sig mest inni í herbergi getur verið vörn  gagnvart því að verða sært. 

Tölvunotkun

Eitt algengasta flóttaform samtímans er án efa tölvu- og skjánotkun bæði barna og fullorðinna. Það að geta verið andlega fjarverandi í stað þess að sitja með fýlusvip er ágætis flóttaleið að margra mati. Hegðunin verður þannig óbein og hægt að túlka á ýmsa vegu. 

Fullkomnunarárátta

Það getur verið ágætis flótti að vera bestur allra, hvort heldur sem er í skóla eða tómstundum.

Allmargir fullorðnir einstaklingar hafa verið fastir í því mynstri stóran hluta ævinnar til þess eins að finna út seinna að þeir voru komnir langt frá tilgangi sínum eða áhugamáli.

Að þóknast

Fullkomna barnið á til að þóknast öðrum. Það telur sig ekki verðskulda ást nema sýna ákveðna hegðun sem getur komið sér illa seinna í lífinu, þegar þau verða undir í samskiptum á vinnustöðum eða í nánum samböndum við aðra. 

Reiði

Reiði sem vörn lætur fólk forðast börn og fær það til að halda sig fjarri. 

Sérfræðingar hafa greint frá því að reiði, sem barn sýnir öðrum börnum í skóla, getur verið örvæntingafull leið til að koma sársaukanum áfram á einhvern annan. Leið fyrir barn með tilfinningalegt sár að fá útrás eða að gera önnur börn minni en þeim sjálfum líður. 

Flest hugmyndakerfi í heiminum eiga leiðir fyrir bæði börn, foreldra og ættingja að komast út úr hegðunarmynstri sem orsakast af gömlum sárum úr fortíðinni. Kerfi sem aðstoða fólk við að taka ábyrgð, finna fyrir þakklæti og stoppa gömul mynstur sem hafa kannski fyrirfundist í fjölskyldum í margar aldir án þess að kynslóðirnar gerðu sér grein fyrir því sjálfar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert