Hvað á að vera í töskunni fyrir fæðinguna?

Hvað þarftu að hafa með þér upp á fæðingardeild?
Hvað þarftu að hafa með þér upp á fæðingardeild?

Margar verðandi mæður klóra sér í kollinum þegar kemur að því að pakka í töskuna sem á að fylgja þeim á fæðingardeildina. Það sem einni konu þykir bráðnauðsynlegt að hafa meðferðis kann annarri að þykja hinn mesti óþarfi. Það er þó betra að vera við öllu búinn, enda ekki gaman að vera illa græjaður við heimför.

Góður brjóstagjafahaldari er nauðsynlegur. Þessi fæst í Móðurást.
Góður brjóstagjafahaldari er nauðsynlegur. Þessi fæst í Móðurást.

Nauðsynlegt er að hafa þægilegan fatnað meðferðis fyrir heimförina. Gjafabolir og víðar buxur eru mikið þarfaþing, enda ekki hægt að gera ráð fyrir því að gömlu gallabuxurnar passi um leið og krílið er komið í heiminn. Einnig getur verið gott að hafa hlýja og mjúka sokka, inniskó og notalegan slopp við höndina. Sumar konur kjósa að taka með sér þægileg náttföt en einnig er nauðsynlegt að hafa auka nærföt meðferðis. Bæði nærbuxur og gjafahaldara. Munið að konum blæðir talsvert eftir fæðingu, og því betra að hafa nokkrar nærbuxur við höndina.

Barnagalli úr Lindex.
Barnagalli úr Lindex.

Litla krílið þarf auðvitað að vera vel græjað áður en heim er farið. Gott er að hafa nokkrar samfellur meðferðis, tvo mjúka heilgalla eða annars konar heilklæðnað. Neglur ungbarna eru gjarnan beittar svo margir hafa þunna vettlinga við höndina. Ef barnið fæðist að vetri til þarf það að eiga hlýjan og góðan galla, og ekki verra að eiga fallegt prjónasett. Þunn húfa, og önnur hlýrri ef kalt er í veðri, er auðvitað nauðsynleg. Einnig er gott að hafa mjúkt og notalegt teppi meðferðis. Síðan má auðvitað ekki gleyma bleium, þvottaklútum og bossakremi. Þá er gott að vera búinn að æfa sig að festa bílstólinn áður en haldið er á fæðingardeildina.

Nauðsynlegt er að taka með sér þægileg föt. Þessi heimaföt …
Nauðsynlegt er að taka með sér þægileg föt. Þessi heimaföt eru úr H&M.

Þegar litla krílið er komið í heiminn hafa nýbakaðar mæður um margt annað að hugsa en útlitið. Það er þó gott að pakka nokkrum snyrti- og hreinlætisvörum í töskuna. Til að mynda er gott að hafa varasalva, handáburð, og gott rakakrem meðferðis. Tannbursti, tannkrem og hárbursti ætti að vera á sínum stað, auk hársápu og hárnæringar ef tími gefst til að skella sér í sturtu eftir átökin. Sumar konur pakka einnig eftirlætis nuddolíunni, en hún gæti komið að góðum notum í fæðingunni. Þá er nauðsynlegt að hafa með sér stór dömubindi. Sumar konur kjósa einnig að taka með sér brjóstainnlegg og brjóstakrem.

Mörgum konum þykir gott að hlusta á rólega tónlist í fæðingunni. Ef fæðingin skyldi síðan dragast á langinn getur verið sniðugt að hafa fartölvu og góða þætti til að horfa á, eða tímarit til að glugga í. Margar konur hafa þó engan tíma í slíkt. Þá er gott að hafa orkuríkt nasl við höndina, svo sem hnetumix, rúsínur og súkkulaði. Einnig er sniðugt að hafa samlokur og drykkjarföng meðferðis.

Munið bara að yfirleitt er ekki hundrað í hættunni þó eitthvað gleymist. Oftast má einfaldlega biðja fjölskyldumeðlim að skjótast út í búð, eða heim til að sækja það sem vantar upp á.

Heilgalli frá iglo+indi.
Heilgalli frá iglo+indi.
Lundasamfella frá iglo+indi.
Lundasamfella frá iglo+indi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert