Hvernig nálgast ég táninginn á heimilinu?

Janet Landsbury er með góð ráð þegar kemur að því …
Janet Landsbury er með góð ráð þegar kemur að því að tengjast börnum á táningsaldri. Að tæma hugann og sýna þeim virðingu og vinsemd skiptir öllu að hennar mati. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Janet Landsbury er þekkt víða um heiminn fyrir sérfræðiþekkingu sína á barnauppeldi. Í nýlegum pistli á heimasíðu hennar ræðir hún leiðir fyrir foreldra að nálgast táningana sína. Landsbury gerir barnauppeldi aðgengilegt og skemmtilegt fyrir alla og er snillingur þegar kemur að ráðum fyrir foreldra til að nálgast táningana á heimilinu. 

Í greininni segir hún meðal annars frá nokkrum hlutum sem hún hefur vanið sig á þegar kemur að börnunum sínum. Eitt af því er að láta þau ganga út úr samtali eða samskiptum við hana, ekki öfugt. Þannig býr hún til andrúmsloft sem sýnir að hún hafi áhuga á meira samtali. Einnig nýttti hún þann tíma þegar táningurinn hennar bað hana um aðstoð við sem dæmi heimalærdóminn. Hún bendir foreldrum á að líta á þá stund sem gæðatíma, þar sem tækifæri geta skapast á samtölum, virðingu og nánd. 

Að staldra við í herberginu eftir að heimalærdómurinn er búinn, einungis til að horfa á sjónvarpsþátt eða tölvuleik með táningnum er snilldartækifæri til að tengjast. Hún lýsir reynslu sem hún átti af einu slíku atviki, þar sem orðaskipti voru kannski ekki svo mörg, en nándin gerði það að verkum að hún fékk extrastórt faðmlag um kvöldið áður en barnið fór að sofa. 

Eitt vakti einnig athygli í greininni, það er hvernig hún heilsaði börnum sínum á táningsaldri, þegar þau komu heim úr skólanum. Að tæma hugann, gefa barninu einlæga og fallega kveðju, sýnir að það skiptir máli. Allar þessar leiðir tekur hún úr aðferð RIE (Resources For Infant Educarers) sem er í anda Magda Gerber. 

Gerber var þekkt fyrir meðal annars þá hugmynd að börn séu sjálfstæðir einstaklingar sem foreldrar ættu að umgangast af virðingu og skynsemi. Að foreldrar væru fyrirmyndir barna í lífinu og ættu að leyfa börnunum sínum að þroskast á sínum eigin hraða. Að tæma hugann og gefa barninu óskipta athygli gefur vísbendingu um virðingu og ást. 

Áhugasömum um uppeldi er bent á að heimasíðu Landsbury sem er full af áhugaverðum sögum og leiðum að hugleiða þegar kemur að börnum okkar.

View this post on Instagram

A post shared by Janet Lansbury (@janetlansbury) on Oct 7, 2015 at 8:28pm PDT

View this post on Instagram

A post shared by Janet Lansbury (@janetlansbury) on Oct 6, 2018 at 6:57am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert