Fimmtugur Josh Brolin nýbakaður faðir

Josh Brolin og Kathryn Brolin eignuðust barn á dögunum.
Josh Brolin og Kathryn Brolin eignuðust barn á dögunum. AFP

Leikarinn Josh Brolin og eignkona hans Kathryn Brolin eignuðust dóttur á dögunum en hjónin gengu í hjónaband fyrir tveimur árum. Leikarinn sem er fimmtugur á tvö uppkomin börn með fyrstu eiginkonu sinni en þetta er fyrsta barn frú Brolin sem er ekki nema 31 árs. 

Brolin-hjónin tilkynntu um fæðingu barnsins um helgina sem fékk nafnið Westlyn Reign Brolin. Sagði hin nýbakaða móðir að það væri ekki hægt að líkja móðurhlutverkinu við neitt. Hjarta hennar væri breytt að eilífu. 

View this post on Instagram

Dearest Ladies and Gentlemen, I would like to introduce our little girl Westlyn Reign Brolin (Bean). Mama Kathryn was stellar during this miracle birth and Bean is a flawless gem through and through. We are blessed to the core and appreciate so much the love and support during this pregnancy from ALL who have partaken in our journey, directly and/or indirectly. ❤️❤️🍼🏋🏻‍♀️🍀 #beanlove #dogtown @kathrynbrolin

A post shared by Josh Brolin (@joshbrolin) on Nov 4, 2018 at 2:12pm PST

mbl.is