Þetta lærðu prinsarnir af föður sínum

Vilhjálmur og Harry fóru ekki í skíðaferðalög í öllum fríum.
Vilhjálmur og Harry fóru ekki í skíðaferðalög í öllum fríum. mbl.is/RUBEN SPRICH

Það er mikilvægt að kenna börnum snemma að hugsa vel um umhverfið. Prinsarnir Harry og Vilhjálmur upplýstu í viðtali á dögunum að faðir þeirra, Karl Bretaprins, hefði farið reglulega út að tína rusl með þeim. 

Harry var meira að segja strítt í skóla fyrir að tína upp rusl eins og Telegraph greinir frá. „Ég fór ekki meðvitað að leita að rusli en þegar þú ferð út að ganga hvar sem er og sérð eitthvað sem stendur út úr, þá tekur þú það upp.“

Vilhjálmur greindi frá því að faðir þeirra hafi farið í sérstakar ruslatínsluferðir þegar þeir voru í skólafríum þegar þeir voru yngri. „Við héldum að þetta væri fullkomlega eðlilegt, allir yrðu að gera þetta. Við vorum þarna með prik stingandi rusli í svarta ruslapoka.“

Vilhjálmur og Harry.
Vilhjálmur og Harry. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert