Sjáðu son Ásgeirs Kolbeins brillera

Alexander Logi Ásgeirsson er fjögurra ára.
Alexander Logi Ásgeirsson er fjögurra ára.

Alexander Logi Ásgeirsson sem er fjögurra ára sonur Ásgeirs Kolbeinssonar og Bryndísar Heru Gísladóttur elskar að elda og baka. Faðir hans segist ekkert botna í þessum áhuga barnsins á eldamennsku. 

„Það skilur enginn þennan rosalega mikla áhuga hans á því að elda. Hann hefur gert þetta alveg frá því að hann rétt gat staðið. Og um leið og ég kveiki upp í grillinu er hann mættur og lætur spurningadæluna ganga um hitt og þetta tengt því að grilla mat. Sama er þegar ég eða mamma hans eldum eða bökum, þá spennast upp augun og hann verður að fá að vera með,“ segir Ásgeir. 

Þegar Ásgeir er spurður út í eldamennskuna á heimilinu segist hann sjálfur grilla meira. 

„Mömmu hans finnst hins vegar gaman að baka og gera tilraunir með hollustubrauð og bakstur þar sem sykur er í lágmarki og er það kannski þess vegna sem Alexander borðar lítið sem ekkert nammi en velur frekar að fá sér sveppi, sellerí, ólífur og annað sem venjulega börn fussa við. Þegar hann kemur heim af leikskólanum beint í ísskápinn og nær sér í sveppi og hellir mjólk í glas,“ segir Ásgeir og hlær. 

Má búast við fleiri matreiðslumyndböndum frá Alexander?

„Það er aldrei að vita nema eitthvað meira verði búið til. Bróðir hans, Ívan Dagur, bjó þetta myndband til en hann hefur mikinn áhuga á öllu sem varðar myndatöku, svo klárlega verður eitthvað meira búið til, og líklega sett enn meira púður í það.“

Hann hefur unun af því að baka.
Hann hefur unun af því að baka.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert