Dóttirin hætti níu ára á brjósti

Sharon Spink var lengi með dóttur sína á brjósti.
Sharon Spink var lengi með dóttur sína á brjósti. skjáskot/Instagram

Sharon Spink er bresk fjögurra barna móðir sem er nýhætt að gefa brjóst en yngsta barn hennar er níu ára. Segir hún að hin níu ára gamla Charlotte hafi sjálf tekið ákvörðun um að hætta á brjósti fyrr á þessu ári. 

Viðtal við hana hafa birst í erlendum miðlum og í viðtali sem birtist á The Sun segir hún að brjóstagjöfin hafi myndað sterk tengsl á milli þeirra. Þrátt fyrir að hafa verið á brjósti í næstum því áratug er dóttir hennar bara venjuleg níu ára gömul stelpa. Spink segir dóttur sína vera mjög hrausta og verða sjaldan veika og þakkar hún brjóstagjöfinni fyrir. 

Spink hefur verið gagnrýnd fyrir hversu lengi hún var með dóttur sína á brjósti en hún telur margar mæður vera með eldri börn á brjósti. Segir hún það gott fyrir börnin að ákveða sjálf hvenær þau hætti á brjósti en dóttir hennar hætti hægt og rólega á brjósti. 

„Við höfum ekki talað um það að hún sé hætt. Ég vona bara að þegar hún verði eldri eigi hún eftir að muna eftir vellíðunar- og öryggistilfinningu,“ sagði Spink sem segir þetta ekki hafa snúist um næringu.

Þegar dóttir hennar var fimm ára fékk hún brjóst þrisvar á dag en síðustu fjögur ár minnkuðu þær brjóstagjöfina niður í einu sinni í mánuði. 

Flest börn eru á brjósti fyrstu mánuðina og eru flest …
Flest börn eru á brjósti fyrstu mánuðina og eru flest hætt þegar þau byrja í skóla. Ljósmynd/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert