Stærsti nýburi í heimi

Börn hafa fæðst allt upp í sjö, átta, tíu kíló.
Börn hafa fæðst allt upp í sjö, átta, tíu kíló. mbl.is/Thinkstockphotos

Mæður vonast auðvitað til þess að börn þeirra séu nógu stór þegar þau fæðast en kannski ekki of stór. Samkvæmt Heimsmetabók Guinness er þyngsti nýburi í heimi strákur sem fæddist 10,2 kíló á Ítalíu árið 1955. 

Drengur sem kom í heiminn í Ohio í Bandaríkjunum 19. janúar 1879 hafði verið þyngstur þangað til en aðeins munar nokkrum grömmum á honum og þeim ítalska og vó hann 9,98 kíló. Strákurinn lifði því miður bara í 11 klukkustundir. 

Faðir bandaríska drengsins, Martin van Buren Bates, lýsti syni sínum þannig að hann hefði verið eins og sex mánaða gamalt barn við fæðingu en hann var 71,12 sentimetrar á lengd. 

Drengurinn litli var af hávöxnu og miklu fólki kominn en foreldrar hans eiga heimsmetið í flokki hávaxinna hjóna. Er herra Bates sagður hafa verið 236,22 sentimetrar en kona hans Anna Bates sögð hafa mælst 241,3 sentimetrar. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert