Björt Ólafsdóttir á von á fjórða barninu

Björt Ólafsdóttir á von á fjórða barninu.
Björt Ólafsdóttir á von á fjórða barninu. mbl.is/Eggert

Fyrrverandi ráðherra, Björt Ólafsdóttir, á von á barni í maí ásamt eiginmanni sínum, Birgi Viðarssyni.

Fyrir eiga hjónin soninn Garp sem er fæddur 2009 og svo tvíburana Fylki og Foldu sem fædd eru 2015. 

Björt tilkynnti óléttuna á Facebook rétt í þessu og sagði hún að það yrði einhver að halda þessum hagvexti gangandi. 

„Það er nóg pláss í þessum örmum fyrir eitt kríli í viðbót. Einhver verður að halda þessum hagvexti gangandi fyrst maður er ekki í ríkisstjórn og svona. Hagspá Hvassaleitisins gerir ráð fyrir blússandi siglingu fyrir þjóðarbúið upp úr miðjum maí. Við erum þakklát ❤️🤰🙏,,“ sagði Björt á Facebook 

mbl.is