Eignaðist barn eftir fjölmörg fósturlát

Gabrielle Union eignaðist barn með hjálp staðgöngumóður.
Gabrielle Union eignaðist barn með hjálp staðgöngumóður. AFP

Leikkonan Gabrielle Union og körfuboltakappinn Dwyane Wade eignuðust dóttur í síðustu viku með hjálp staðgöngumóður. Þau Union og Wade, sem á þrjú börn fyrir, höfðu reynt að eignast barn í þó nokkurn tíma og Union oft misst fóstur. 

Union sem er 45 ára gaf út ævisögu í fyrra þar sem hún ræddi vandræði þeirra með að eignast barn. Sagði hún þá hafa misst fóstur átta eða níu sinnum. 

„Í tilviki svo margra kvenna, og ekki bara kvenna í sviðsljósinu, finnst fólki það eiga rétt á að vita hvort þú viljir börn,“ sagði Union í viðtali við People. „Mjög margir, sérstaklega fólk sem á við frjósemisvandamál að stríða segja bara nei af því það er mun auðveldara en að vera hreinskilin um það sem er í gangi. Fólk meinar vel en það hefur enga hugmynd um harminn eða pirringinn sem það veldur.

Ástæðan fyrir vandræðum þeirra var ekki bara sú að Union var fertug þegar hún uppgötvaði að hún vildi barn heldur glímir Union við sjúkdóm ekki svo ólíkan legslímuflakki. Hún fékk mjög miklar blæðingar og verki en var alltaf bara sagt að fara á pilluna. 

Gabrielle Union og Dwyane Wade.
Gabrielle Union og Dwyane Wade. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert