Rooney smellti kossi á yngsta soninn

Wayne Rooney var með yngsta son sinn í fanginu en …
Wayne Rooney var með yngsta son sinn í fanginu en Cass Mac Rooney er á sínu fyrsta ári. AFP

Knattspyrnukappinn og fjögurra barna faðirinn Wayne Rooney mætti með strákana sína fjóra í sérmerktum treyjum inn á leikvanginn áður en flautað var til leiks í vináttuleik Englands og Bandaríkjanna á fimmtudag. Var tilefnið síðasti landsleikur Rooney og fékk kappinn viðurkenningu fyrir leik. 

Landsleikurinn var númer 120 hjá Rooney og voru þeir Kai sem er níu ára, Kley sem er fimm, Kit sem er tveggja ára og hinn níu mánaða gamli Cass í treyjum númer 120 og á stóð „daddy“ eða pabbi. Móðir drengjanna og eiginkona Rooney, Coleen, lét sér nægja að fylgjast stolt með úr stúkunni. 

Hjónin Wayne Rooney og Coleen Rooney virðast bara eignast drengi en þau eru nýflutt til Washington í Bandaríkjunum með fjóra syni sína þar sem fjölskyldufaðirinn leikur knattspyrnu. 

Wayne Rooney er að safna í heilt fótboltalið, hann á …
Wayne Rooney er að safna í heilt fótboltalið, hann á svo marga drengi. AFP
AFP
Wayne Rooney með Cass Mac Rooney í fanginu.
Wayne Rooney með Cass Mac Rooney í fanginu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert