Þér er boðið í Disney-teiti í Hádegismóum

Andrés Önd og félagar eru komnir í jólaskap.
Andrés Önd og félagar eru komnir í jólaskap.

Jólagleði Disney verður haldin í Hádegismóum 2 á fimmtudaginn klukkan 17.00. Þar verður áskrifendum og velunnurum boðið að fagna hinni árlegu Jólasyrpu og vera fyrstir til að ná sér í eintak. María B. Johnson, markaðsstjóri Eddu útgáfu, segir að gleðin verði við völd. 

Stóra Disney-uppskriftabókin kemur út fyrir jólin.
Stóra Disney-uppskriftabókin kemur út fyrir jólin.

„Boðið er upp á kakó og piparkökur og hægt er að gera góð kaup þar sem fjölmargar bækur verða á tilboðsverði. Svo er aldrei að vita nema að jólasveinninn kíki í heimsókn,“ segir María.

Hún segir að það sé margt að gerast hjá Eddu. 

„Við höldum úti  fjórum Disney-áskriftarklúbbum; Andrési Önd, Syrpu, Disney-klúbb og Disney-kríli. Þeir eru sívinsælir og stórsniðugt er að gefa Disney-áskriftarpakka í afmælis- og jólagjöf og styðja þannig við aukinn lestur barnanna,“ segir hún og bætir við: 

„Síðan erum við meðal annars að gefa út tvær glæsilegar Star Wars-bækur núna fyrir jólin, annars vegar veglegt uppflettirit um allt sem þarf að vita um persónur, vélmenni og tæki í Síðasta Jedi-riddaranum og svo skemmtilega bók með fjölbreyttum Star Wars-tilraunum. Nú svo erum við að gefa út Stóru Disney-uppskriftabókina þar sem Tobba Marínós hefur tekið saman vinsælustu uppskriftirnar úr hinum geysivinsælu Stóru Disney-matreiðslubókum sem hafa verið ófáanlegar um nokkurt skeið.“

Hver er vinsælasta bókin hjá ykkur í ár?

„Það er erfitt að segja – fyrri Star Wars bækur sem við höfum gefið út hafa verið mjög vinsælar svo þessar nýju ættu að falla vel í kramið hjá hinum fjölmörgu Star Wars-aðdáendum landsins. Síðan held ég að Stóra Disney-uppskriftabókin eigi eftir að verða geysivinsæl – því mikil eftirspurn hefur verið eftir Disney-matreiðslubókunum sem seldust upp fyrir nokkrum árum. Í þessari nýju er að finna helling af einföldum, hollum og gómsætum uppskriftum fyrir unga upprennandi meistarakokka. Allir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert