Betra að bíða með getnað fram yfir jól

Börn fæðast allan ársins hring og eru þar af leiðandi ...
Börn fæðast allan ársins hring og eru þar af leiðandi getin allan ársins hring. mbl.is/Thinkstockphotos

Börn eru getin í skammdeginu rétt eins og um verslunarmannahelgina. Ef þú ert að velta fyrir þér að verða ólétt á næstunni getur verið betra að bíða fram á næsta ár, sérstaklega ef konur vilja njóta alls þess sem desember hefur upp á að bjóða. 

Þú getur farið til útlanda næsta sumar

Ef fólk bíður með að eiga barn fram yfir áramót kemur barnið ekki í heiminn fyrr en í fyrsta lagi í október. Óléttar konur geta því enn notið þess að ferðast til útlanda næsta sumar ef barnið er ekki getið fyrr en í janúar. 

Sörurnar

Sörur eru ómissandi á jólunum. Þeir sem baka sörur vita að það eru eggjarauður í Sörum en ekki er mælt með því fyrir óléttar konur. 

Áramótapartýið

Ekki er hægt að kveðja gamla árið með trompi og skála í kampavín, eða eitthvað sterkara, ef fólk er búið að geta barn. 

Skatan

Þú getur farið í skötuveislu án þess að æla. Það er ekki ólíklegt að konu sem þjáist af ógleði eða er klígjugjörn líði illa í skötuveislu. 

Steikurnar á jólunum

Mælt er með því að óléttar konur borði ekki mjög rautt kjöt. Ef fólk reynir ekki að verða ólétt fyrr en í janúar geta allir borðað jólasteikina og kjötið á ármótunum án þess að vera með samviskubit. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is