Furðulegar meðgöngulanganir stjarnanna

Natalie Portman fékk löngun í óhollan mat á fyrr meðgöngu ...
Natalie Portman fékk löngun í óhollan mat á fyrr meðgöngu sinni en aðeins hollari á þeirri seinni. AFP

Það þekkja það margar konur sem hafa gengið með barn að fá óstjórnlega löngun í ákveðna fæðu. Á meðan sumar vilja bara borða ís eru aðrar sem borða ótrúlegt magn af agúrku. Stjörnurnar í Hollywood hafa fundið fyrir þessu á sínum meðgöngum og er engin ólétta eins líkt og People greinir frá.  

Hilary Duff

Leikkonan var sjúk í lakkrís þegar hún gekk með annað barn sitt á dögunum. Sendi hún barnsföður sinn út um allan bæ í leit að góðu nammi sem innihélt lakkrís. 

Hilary Duff.
Hilary Duff. AFP

Chrissy Teigen

Stjarnan eignaðist sitt annað barn með John Legend fyrr á árinu og greindi hún frá því að matarlöngun hennar hefði breyst mikið og aldrei verið eins. Hins vegar þurfti hún að fá það sem hana langaði í strax. 

Chrissy Teigen.
Chrissy Teigen. AFP

Jessica Alba 

Leikkonan og athafnakona eignaðist sitt þriðja barn á árinu. Hún segist hafa haldið að hún væri ekki með sérstaka löngun á meðgöngunni fyrr en svo áttaði hún sig á því að hún væri sjúk í japanskan mat. 

Jessica Alba.
Jessica Alba. AFP

Katherine Heigl

Leikkonan var með óstjórnlega mikla löngun í sætindi og þá sérstaklega kleinuhringi. 

Katherine Heigl.
Katherine Heigl. AFP

Amanda Seyfried

Mamma Mia-stjarnan greindi frá því að hún væri sjúk í kotasælu og það sem var enn undarlegra var að hún vildi borða sína kostasælu í friði. 

Amanda Seyfried.
Amanda Seyfried. AFP

Laura Prepon

Leikkonan borðaði mikið af mat með súrum gúrkum, sinnepi og súrkáli. 

Laura Prepon fer með hlutverk í þáttunum Orange is the ...
Laura Prepon fer með hlutverk í þáttunum Orange is the new Black. AFP

Natalie Portman

Portman á tvö börn. Á fyrstu meðgöngunni var leikkonan sjúk í eftirrétti, borðaði hún þeyttan rjóma eintóman. Á seinni meðgöngunni borðaði hún mjög mikið af ananas og agúrkum. 

Bandaríska leikkonan Natalie Portman.
Bandaríska leikkonan Natalie Portman. AFP
mbl.is