Er barnið að taka vaxtarkipp?

Er barnið alltaf svangt og pirrað?
Er barnið alltaf svangt og pirrað? mbl.is/Thinkstockphotos

Börn á fyrsta aldursárinu stækka óvenjuhratt en þrátt fyrir það gerist það ekki endilega jafnt og þétt. Á vefnum Parents má finna fjögur atriði í hegðun ungabarns sem bendir til þess að það sé að taka vaxtarkipp. 

Prófessor við Columbia-háskóla segist oft sjá börn á fyrsta árinu taka kipp þegar það er sjö til tíu daga gamalt, þá sé brjóstagjöfin oft komin í lag. Svo getur það aftur gerst þegar barnið verður eins mánaðar. 

Barnið er alltaf svangt

Það getur verið merki um að barnið sé að stækka ef breyting verður á matarrútínunni. Þegar um er að ræða ungabarn á brjósti getur þetta þýtt tveggja til fjögurra daga maraþonbrjóstagjöf. 

Svefnvenjur breytast

Sumir foreldrar taka eftir því að börnin þeirra sofa meira á meðan þau taka vaxtarkipp á meðan aðrir segja börn sín sofa minna. Eitt er víst að það er mikilvægt fyrir börn að sofa þegar þau eru að stækka. 

Barnið er pirraðra en vanalega

Þetta gæti verið afleiðing þess sem á undan var talið, svengd og þreyta. Þetta gæti þó líka tengst því að líkaminn er að stækka og því fylgir oft verkir, eldri börn kvarta oft undan þeim. 

Barnið er búið að læra nýja hluti

Það að barnið læri að klappa þarf ekki endilega að þýða að það hafi verið að vaxtarkipp en ef það hefur öðlast nýja færni getur vissulega þýtt að það hafi stækkað enda þroskast og stækkar heili barna líkt og aðrir líkamshlutar.

Börn stækka mikið á fyrsta árinu.
Börn stækka mikið á fyrsta árinu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert