Pabbahelgi að hætti Channing Tatum

Channing Tatum setti á sig kórónu á sunnudaginn og bjó …
Channing Tatum setti á sig kórónu á sunnudaginn og bjó til slím með dóttur sinni. skjáskot/Instagram

Leikarinn Channing Tatum brallaði ýmislegt skemmtilegt með fimm ára gamalli dóttur sinni, Everly, á sunnudaginn. Tatum er einstæður faðir en hann og barnsmóðir hans, Jenna Dewan, tilkynntu um skilnað sinn fyrr á þessu ári. 

Bjuggu feðginin til slím og léku sér með það. Dóttur Tatum fannst slímið hans ógeðslegra þar sem það var klístraðra en hennar. Lím var greinilega eitt af innihaldsefnunum í heimagerða slími leikarans og dóttur hans. Sagði Everly hafa sett mjög lítið lím sem gerði það að verkum að slímið hennar varð ekki jafn klístrað og föður hennar. 

Slímið var skreytt með litlum og litríkum kúlum.
Slímið var skreytt með litlum og litríkum kúlum. skjáskot/Instagram
Slím er klístrað.
Slím er klístrað. skjáskot/Instagram

Efna­fræðing­ur­inn Katrín Lilja Sig­urðardótt­ir gaf út bók­ina Slím­bók Sprengju-Kötu þar sem hún út­skýr­ir í máli og mynd­um hvernig á að gera slím úr ein­föld­um efn­um – sem og trölla­deig og krist­alla. 

Hér er hins vegar slímuppskrift með sjampói sem birtist á Mbl í vor:

1. Helltu ca 120 milli­lítr­um að sjampói í skál. Því þykk­ara sem sjampóið er, því betra. 
2. Nota má mat­ar­lit eða glimmer ef það er til á heim­il­inu til að skreyta slímið. Hrærið sam­an með skeið. 
3. Bættu við 280 grömm­um af maís­sterkju (til dæm­is ljóst Maizena eða Mais­sti­vel­se frá Coop). Einnig má nota kart­öfl­umjöl. 
4. Bættu við einni mat­skeið af vatni þar til þú hef­ur náð réttri þykkt. Þú gæt­ir þurft allt að sex mat­skeiðum. Því meira vatn, því laus­ara slím, en ef þú vilt slím sem er meira eins og deig þá þarftu ekki mikið vatn.
5. Þegar slímið þitt hef­ur bland­ast því vatni og sterkju sem það nær að bland­ast er það til­búið og hægt að leika við það. Mundu að geyma það í loft­held­um umbúðum þegar þú ert hætt/​ur að nota það. Þú þarft þarft um það bil fjórðung úr eða hálfa te­skeið til að fríska það við þegar þú leik­ur með það næst. 
6. Góða skemmt­un!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert