Vandræðalegir hlutir sem börn gera

Þótt einhver lykti illa er óþarfi að taka fyrir nefið …
Þótt einhver lykti illa er óþarfi að taka fyrir nefið og útskýra hátt og snjallt af hverju. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Samkvæmt Parents þá er ýmislegt hægt að gera til að forðast vandræðaleg augnablik þegar kemur að börnum. 

Þeir sem eru foreldrar og eiga barn á leikskólaaldri þekkja það sem dæmi að sitja á biðstofunni hjá lækninum þar sem barnið hefur nýtt biðtímann í að benda á húðlit, bólur eða holdafar annarra á biðstofunni. 

Sérfræðingar segja að eftirfarandi atriði hjálpi til að forða foreldrum frá vandræðalegum augnablikum tengdum börnum sínum. 

Kenndu þakkæti

Þegar börn sýna vanþakklæti í eigin afmæli þegar kemur að gjöfum má kenna þeim þakklæti með einföldum leik sem hægt er að fara í áður en afmæli byrja. 

Foreldrar og börn skiptast þá á því að pakka inn gjöfum og gefa hvort öðru. Sá sem gefur, gefur af einlægni og sá sem fær gjöfina, þakkar fyrir sig á kurteisan hátt.

Þannig læra börn að bregðast við á jákvæðan hátt þegar þau fá gjafir í framtíðinni.

Kenndu samkennd

Foreldrar barna á leikskólaaldri þekkja það betur en aðrir þegar börn missa út úr sér að einhver sé feitur, stór eða öðruvísi en þau eiga að venjast. 

Á slíkum augnablikum er mikilvægt að bíða þangað til enginn heyrir til og kenna barninu að ræða ekki aðra þannig að það særi. Mikilvægt er að skamma ekki börn fyrir að segja það sem þau hugsa.

Gott er að kenna barninu að ræða það sem það langar um annað fólk við foreldra sína í einrúmi. 

Hlustaðu á sjálfan/sjálfa þig

Við getum ekki alltaf stjórnað því hvað kemur út úr börnunum okkar, en við getum hins vegar tekið ábyrgð á því sem við segjum sjálf. Það er erfitt að kenna börnum mannasiði eða að tala fallega um aðra þegar við iðkum það ekki sem foreldrar sjálf. Eplið á það til að falla nálægt eikinni í þessum málum sem öðrum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert