Börnin ekki í belti og allt brjálað

Mariah Carey og sjö ára gamlir tvíburar hennar voru ekki ...
Mariah Carey og sjö ára gamlir tvíburar hennar voru ekki í bílbeltum þegar þau tóku saman lagið á dögunum. skjáskot/Instagram

Söngdívan Mariah Carey er greinilega búin að vera að æfa lagið All I Want For Christmas Is You með börnum sínum. Hún virðist hins vegar ekki jafndugleg að fara yfir umferðarreglurnar með þeim en á nýju myndbandi sjást sjö ára gamlir tvíburar hennar án þess að vera í bílbelti. 

Allir eru sammála um að tvíburarnir hafi verið sætir og söngur fjölskyldunnar dásamlegur en tvíburarnir tóku bakraddirnar með móður sinni. Það voru þó ekki allir ánægðir með að börnin hafi ekki verið í bílbeltum og fékk Carey að heyra það á samfélagsmiðlum. 

View this post on Instagram

Roc & Roe have been practicing the background vocals to "All I Want For Christmas Is You", we're gonna take this one step at a time - we're very excited about it! It's our first video doing this! It's festive, Cmon!! 🎄🎶🎄🎶💖

A post shared by Mariah Carey (@mariahcarey) on Nov 28, 2018 at 3:56pm PST

Athugasemdir eins og að börnin væru sniðug en bílbelti sniðugri og að einhver ætti að hringja í barnavernd fengu að fljúga á samfélagsmiðlum eftir að söngkonan birti myndbandið. 

mbl.is