Íslenskt hlaðvarpsjóladagatal

Eva Rún Þorgeirsdóttir hefur samið stórskemmtilega jólasögu fyrir Borgarbókasafnið þessi …
Eva Rún Þorgeirsdóttir hefur samið stórskemmtilega jólasögu fyrir Borgarbókasafnið þessi jólin. Ljósmynd/Aðsend

Börnin bíða spennt eftir að jóladagatal Borgarbókasafnsins fari af stað á nýjan leik og er það rithöfundurinn Eva Rún Þorgeirsdóttir sem hefur samið stórskemmtilega jólasögu fyrir safnið þessi jólin. Í jóladagatalinu opnast einn gluggi á dag til jóla, frá 1. desember, og inniheldur hann nýjan og spennandi kafla í framhaldssögunni Sögur af Zetu - Ullarsokkar í jólasnjó. Myndhöfundur er Ninna Þórarinsdóttir.

Tekst bókaverunni Zetu, snjókarlinum Klaka og félögum þeirra í Jólalandi að komast að því af hverju jólin fuku burtu? Og verða einhver jól? 

Áhugasamir geta kíkt við í Borgarbókasafninu Gerðubergi þar sem opnaður verður gluggi í dagatalinu á hverjum degi og mynd afhjúpuð.

Eva Rún les inn söguna sem birtist á Hlaðvarpi (e. podcast) Borgarbókasafnsins klukkan 06:00 á hverjum morgni fram að jólum!

http://www.borgarbokasafn.is/is/hladvarp

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert