Birgitta hélt Lárudaginn hátíðlegan

Birgitta Haukdal söngkona og rithöfundur stóð fyrir Lárudeginum á laugardaginn í Eymundsson og var troðfullt út úr dyrum. Sonur hennar lék jólasvein og vakti það mikla kátínu. 

Sylvía Haukdal, systir Birgittu, bakaði bollakökur og svo las Birgitta upp úr bókinni, Lára fer til læknis. Boðið var upp á popp og svala og gestir gátu tekið myndir af sér. 

„Þar var hægt að fá mynd af sér með Láru og Ljónsa. Það er aldrei að vita nema Lárudagurinn verði bara árlegur,“ segir Birgitta. 

Sylvía Haukdal bakaði æðislegar bollakökur.
Sylvía Haukdal bakaði æðislegar bollakökur.
mbl.is