Dóttir Tobbu og Kalla komin með nafn

Karl Sigurðsson og Tobba Marinósdóttir með dótturina Ronju Guðbjörgu Birkis ...
Karl Sigurðsson og Tobba Marinósdóttir með dótturina Ronju Guðbjörgu Birkis Karlsdóttur.

Tobba Marinósdóttir rithöfundur og þúsundþjalasmiður og Karl Sigurðsson forritari og Baggalútur eignuðust dóttur 12. október. Í gær fékk stúlkubarnið nafn og var hún að hluta til skírð í höfuðið á ömmu sinni og að hluta skírð í höfuðið á uppáhaldsævintýri Tobbu. Stúlkan fékk nafnið Ronja Guðbjörg Birkis Karlsdóttir. Fyrir eiga þau dótturina Regínu sem er fjögurra ára. 

„Ronja er nafn sem mér þykir mjög vænt um og er úr einu af mínum uppáhalsævintýrum, Ronju ræningjadóttur. Nafnið bjó höfundurinn Astrid Lindgren til. Við íhuguðum að skíra Regínu eldri dóttur okkar Ronju sem millinafn. Regína heldur mikið upp á ævintýrið líka svo okkur öllum þremur fannst tilvalið að nýja barnið fengi nafnið. Guðbjörg er svo í höfuðið á móður minni dásamlegu og Birkis er ættarnafnið mitt,“ segir Tobba. 

Tobba segir að það sé mikið að gera hjá fjölskyldunni þessa dagana. 

„Þar sem Kalli er í mikilli vinnutörn og mikið að gera hjá öllum buðum við aðeins okkar nánustu í kvöldverð og hnallþóru með miklu kremi og tilkynntum nafnið. Ég var fram á nótt að elda guðdómlega gúllassúpu og tertuna keyptum við í 17 sortum. Hún er með saltkaramellu og daim og var dásamlega góð. Blöðrurnar eru úr Tiger,“ segir Tobba.  

Guðbjörg Birkis móðir Tobbu og Ronja Guðbjörg Birkis Karlsdóttir.
Guðbjörg Birkis móðir Tobbu og Ronja Guðbjörg Birkis Karlsdóttir.
mbl.is