Geggjaðar hugmyndir fyrir jólasveininn

Jólasveinninn stendur frammi fyrir mörgum áskorunum. Hann má ekki eyða of miklum peningum en vera á sama tíma sniðugur. Hér koma nokkrar góðar hugmyndir fyrir jólasveina sem vilja gera gott mót. 

Fyrir jólasveina sem eru að stíga sín fyrstu skref setja börnin skóinn út glugga 11. desember en aðfaranótt 12. desember kemur sveinki til byggða. 

Sumir jólasveinar eru mjög skipulagðir og byrja snemma að undirbúa þetta tímabil meðan aðrir eru með allt niðrum sig og gera allt á síðustu stundu. 

Hér eru nokkrar hugmyndir fyrir jólasveinana: 

Þessi tannbursti fæst í Lyfju.
Þessi tannbursti fæst í Lyfju.

Tannbursti: Öll börn þurfa að bursta tennurnar og því ekki úr vegi að gefa nýjan fyrir jólin. Þessi tannbursti hér fyrir ofan fæst í Lyfju. 

Nærföt: Hvað er betra en að fara í splunkuný nærföt á aðfangadag?

Náttföt úr Lindex.
Náttföt úr Lindex.

Náttföt: Það er fátt betra að brakandi fersk náttföt. 

Playmo: Litlir kassar með Playmo eru alltaf vinsælir hjá þeim sem eru á þeim aldri. 

Föndur: Það er sniðugt að gefa börnunum eitthvað í skóinn sem þau geta föndrað. 

Snuðra og Tuðra eru skemmtilegar.
Snuðra og Tuðra eru skemmtilegar.

Bækur: Ef börnin fá bækur í skóinn geta þau átt notalega stund með foreldrum sínum. Hægt er að panta bækur beint á vef Forlagsins ef sveinki er eitthvað tímabundinn. 

Mandarínur: Þær eru alltaf jafnvinsælar og safaríkar. 

Gjafakort í ísbúð: Hver vill ekki smá rjómaís í desember?

Á vefsíðum eins og Smáprent og Hjálparsveinn má einnig fá mjög góðar hugmyndir. 

mbl.is